2009 ætla ég að vera jákvæð og glöð :)
og númer eitt, tvö og þrjú ætla ég að vera heilbrigð.
Nenni ekki að vera veik lengur og ætla að gera allt sem ég get til að vera hraust og frísk.
Ég ætla líka að ferðast mikið innanlands í sumar, á gulu hættunni.

Annars er ekkert sem ég þarf að gera annað en að njóta lífsins.

2008 áramótaheitið mitt gékk upp, en það var að verða skuldlaus, hætta með visa og komast í inn í hjúkkuna. ég varð skuldlaus í júní, hætti með visa í sept og fékk 8 í báðum efnafræði áföngum til að komast í HÍ en varð svo auðvitað að hætta út af veikindum :( En ég ætla að byrja aftur næsta haust og hafði hugsað mér að taka tvo eðlisfræði áfanga í vor til að halda hausnum gangandi.

Það er greinilegt að fólk hefur tekið vel eftir fyrir þessi jól því að ég fékk bara allt sem mig langaði í í jólagjöf ekkert svona aukadót sem maður á aldrei eftir að nota hehe...

Og mér mun vera mjög hlýtt í vetur, ég fékk tvo loðna hitapoka, eitt rafmagnshita teppi, temprakon hitaskó(sokka), 3 teppi öll í stíl við nýja sófann og ofur mjúk, 4 kodda, tvo inni í stofu og tvo í svefnherbergið og svo fékk ég mjög svo hlýja kuldaskó..

Jói er með gott minni en hann gaf mér hálsfesti með nafninu mínu sem ég hef talað um lengi að mig langaði í :)

Svo eigum við Jói afmæli í dag, búin að vera saman í 3 ár og trúlofuð í eitt ár :) og ég get ekki verið með hringinn minn á mér út af bjúg :( en ég er með hann um hálsinn..

Heilsan er öll að koma til enda er ég á bullandi sterum :S svo er bara að vona að janúar verði góður nýja lyfið og svona..

Annars óska ég ykkur bara öllum gleðilegra jóla soldið seint kannski núna hehe.. og hafið það gott..

Jæja þá er komið svona nokkurn veginn niðurstaða úr öllum rannsóknunum sem ég fór í síðustu viku..

Og greininginn er semsagt Crohn´s eða svæðisgarnabólga hægt að lesa allt um það hérna eða hérna á ensku.

Ég fer svo í fleiri blóðprufur milli jóla og nýjárs og svo fæ ég að gleypa myndavélapillu 5.jan sem tekur nákvæmar myndir af smáþörmunum og hvort að það séu einhverjar sjáanlegar bólgur þar, mjög spennandi :)

Og ef allt kemur vel út þá byrja ég á nýju lyfi bara strax í byrjun Jan sem hefur reynst sjúklingum með Crohn´s rosalega vel þannig að það er um að gera að vera bjartsýn og vona að 2009 verði bara rosa gott ár..

Þannig að nú er bara að slappa af og njóta jólanna.

Ég stalst liggur við heim í gær átti ekki að fá að fara fyrr en í dag en ég gat ekki hugsað mér að sofa eina nótt í viðbót á spítalanum. . Ekki að það sé ekki æðislegt að vera þar, fannst bara tilhugsuninn við rúmið mitt svo góð..

Svo var ég farinn að sakna voffanna alveg afskaplega mikið. Erfitt að hitta þá ekki á hverjum degi þar sem þeir máttu ekki heimsækja mig eins og Jói, mamma og pabbi hehe..

Annars er ég ennþá alveg hundslöpp en þetta kemur vonandi allt. Ég verð orðinn góð þegar 2009 gengur í garð..

Við förum svo öll fjölskyldan að hitta lækninn minn á mánudaginn til að ræða framhaldið með mig, hvað eigi að gera við mig :P

Verður spennandi að sjá hvað kom út úr öllum þessum rannsóknum..

Svo er ég að bíða eftir að fá nýju bókina hennar Yrsu í hendurnar.. Á meðan ætla ég að horfa á 1 seríu af 30 rock hef heyrt að þeir séu góðir..

Jæja þá er komið að því að ég fái að fara heim eftir vikudvöl á St.Jósefsspítala. Hætt að fá stera og sýklalyf í æð þannig að ég þarf ekki að vera hérna lengur. Ég er líka búin að fara í allar hugsanlegar rannsóknir sem eru held ég bara til..

Þannig að ef allt kemur vel út á eftir þá fer ég bara heim :) til að halda jólinn..

Annars var það ekkert fleira sem ég man hehe

ekki nema að myndin How to lose friends & alienate people er góð. Horfði á hana í gær fyrir háttinn..

Dagurinn í gær byrjaði ekkert allt of vel.
Það höfðu komið niðurstöður úr sneiðmyndatökunni sem sýndu að ég var með vökva á bakvið legið og blöðrur á eggjastokkunum en einnig vökva í kringum lungun og hjartað þannig að ég var drifin upp á bráðamóttöku í hjartaómun sem tók líka bara 8 tíma :S semsagt að bíða og bíða..

Hjartað mitt er í fullkomnu lagi smá vökvi en svo lítill að það tekur því ekki einu sinni að tala um það sem betur fer enda var ég orðinn soldið kvíðinn :S

Svo er lifrin í mér orðinn svo bólginn af öllum þessum lyfjum sem ég er á að þeir tóku af mér öll verkjalyf nema morfín sem ég er ekki par hrifin af :S jújú áhrifin eru fljót að koma en maður verður svo helvíti ruglaður í hausnum með.. Ekki alveg minn cup of tea..

Í dag fer ég svo í stóra ristilspeglun og magaspeglun til að staðfesta endanlega að ég sé með colitis en ekki chron´s. Colitis er sjúkdómur sem er bara í ristlinum en Chron´s er í maga, smáþörmum og ristli þannig að allir að krossa putta og vona að ég sé "bara" með colitis.. Eins og það sé ekki nóg..

Annars er ég öll að hressast og hitinn virðist vera á hraðri leið niður.. Ég er líka alltaf í góðu skapi fyrir utan þessa smádvöl á bráða í gær setti skapið aðeins út af laginu..

Hlakka til að éta jólasmákökunar sem bíða mín eftir speglun í dag namm namm...

Svo er bara að vona að ég losni héðan fyrir jól :)

vona annars að allir hafi það gott og séu ekki að gera útaf við sig í jólastressinu sem fer alveg framhjá mér hérna enda er st.joh alveg yndislegur staður..

Ég er semsagt lent aftur inn á St. jósefsspítala og verð þar örugglega einhverja daga í viðbót á meðan þeir eru að leita að því hvað er að mér. Aftur komin á bullandi stera :(

Ég var semsagt farin að fá svo mikinn hita komin með 40 stiga hita og verki um allan líkama og svo auðvitað blæðandi sár í ristlinum.. Þannig að ég var lögð inn á föstudaginn og í dag fór ég í sneiðmyndatöku og á miðvikudaginn fer ég í ristil og magaspeglun.

Þeir tóku mig líka af nýju lyfjunum sem ég var byrjuð á :( Halda að ég sé væntanlega með vírus út af þeim en það kemur allt betur í ljós á morgun.

Þeir vilja líka endurskoða greininguna á ristilsjúkdómnum halda kannski að ég sé með annan fyrst ég er að svara lyfjameðferð svona illa en þetta eru allt getgátur og enginn veit neitt..

Ég er búin að vera óvenjuhress í dag fyrir utan mikla lið og magaverki :) og hitalaus enda er dælt í mig panodíl eins og hjúkkunar fái borgað fyrir það :)

Svo er það bara fljótandi fæði þangað til á miðvikudaginn rosa fjör eins og ég er með mikið af girnilegu kexi í náttborðinu hjá mér ;S

Jæja allir að senda mér bata strauma :) þarf mikið á þeim að halda svo ég komist heim fyrir jól.

Og ef ÞÚ er að lesa þetta blogg ertu þá til í að kvitta og segja t.d. "láttu þér batna" eða eitthvað sætt bara svo ég viti hverjir eru að lesa ef þá einhver :P

kveðja,

Kjúklingurinn..

Þetta er ráð dagsins..

Veikindinn ganga ekki sem best ég er búin að vera með 39° stiga hita núna í 3 daga í röð og alveg fáránlega mikla liðaverki :S get varla labbað.. Spurning hvort ég þurfi að fara að skipa Dímu og Charly út fyrir tjúa eða eitthvað minna.. Kannski bara hamstra..

Ég er búin að vera í pössun uppi í mosó á meðan Jói er að klára prófin og við splittuðum hundunum þannig að ég er með litlu stelpuna mína og Jói með Charly boy..

Á morgun er svo brunch á 19.hæð þar að segja ef ég verð í góðu standi en það lítur ekki út fyrir það í augnablikinu..

Hápunktur dagsins er svo að mamma og pabbi gáfu mér eyrnamæli áðan :)
Sem virkar líka alveg svona þrusu vel :P

Annars er ekkert annað að ské..

Ég er búin að lesa alveg endalaust mikið síðan ég fór inn á spítalann í byrjun nóv ég er búin með allar bækurnar eftir Arnald Indriðason nema eina sem ég nenni ekki að lesa..

Svo er ég búin að lesa tvær eftir Yrsu og eina bók sem ég man ekki hvað heitir, bara ef maður væri svona duglegur að lesa skólabækurnar :P

Ég er núna að lesa Myrká eftir Arnald og svo ætla ég að klára þessar tvær Yrsu bækur sem ég á eftir svo ælta ég að lesa námsbækur hehe..

Ég er eiginlega alveg hætt að fara í tölvuna eftir að ég fór að lesa, nenni einhvern veginn ekki að hanga á netinu lengur eins og ég var orðinn háð því á tímabili.

Af veikindunum er ekki mikið að frétta ég er svona nokkuð verkjalaus þessa dagana sem er rosalega gott. Það styttist óðum í að ég fari að losna við þessu blessuðu stera góði dagurinn er 21.des :) Ég er samt ennþá á alveg bönns af lyfjum, en það vonandi fer að breytast. Ég byrjaði á lyfi sem heitir Imorel minnir mig og ef það virkar þá get ég kannski bara verið á því og engu öðru en þar sem að það tekur víst 4-6 mánuði fyrir imorel að ná fullri virkni þá verð ég bara að vera mjög þolinmóð á meðan..
Það gengur samt soldið brösulega að halda þessu niðri hjá mér og er ég kannski bara ein af þessum óheppnu :(

En ég get ekki kvartað ég hef það mjög gott slappa bara af með mömmu, pabba, stebbu og voffunum.. Jói er á fullu í prófalestri og fær að geyma mig uppi í mosó á meðan :) Gott að hafa svona pössunn fyrir mig..

Ég finn líka að matarlystinn er að minnka sem er fínt því annars yrði ég örugglega 100 kg fyrir jól ég var 62 kg þegar ég viktaði mig í gær sem er 9 kg viðbót síðan 6.nóv. Sem er mjög flott því að ég hef lúmskan grun um að það muni hverfa ansi fljótt þegar ég hætti á sterunum :( mér hefur ekki tekist að halda í nein kíló í heilt ár þannig að öll aukakíló eru velkominn :)

Annars er allt gott að frétta Díma og Charly hafa það voða gott, Díma er á fullu að fitna eins og mamma sín enda gerir pabbi ekkert annað en að troða í hana aukabitum.. Sem er gott því hún er grindhoruð..

Ég ætla svo að reyna að koma mér vestur í bæ á morgun svo ég geti farið að njóta nýja sófans míns. Hlakka til að liggja í honum og horfa á DVD..


Við Jói vorum að kaupa okkur sófa :)

fórum í ILVU áðan og skelltum okkur á þennan huggulega sófa sem var líka á þessu þrusu góða verði :)

Ég er búin að liggja á barnalandi síðustu mánuði að leita að notuðum sófa en ég gafst upp eftir að við vorum búin að fara á 5 mismunandi heimili og alltaf farið tómhent heim. Þannig að við ákvaðum bara að kaupa þennan áðan. . tók ekki langan tíma :)

Þannig að nú er sófasettið hennar ömmu að leita sér að góðu heimili þannig að ef þér vantar rosa sætt tekk sófasett þá hefuru bara samband..

Jú ég er með svarið STERAR....


Þessi mynd er tekinn í afmælinu hennar mömmu 31.okt



Þessi mynd er tekinn áðan :S

Mér líður eins og mesta ógeði sem gengið hefur um á þessari jörð..
Reyndar finn ég ekki mikið fyrir því afþví að sterarnir gera mig svo óendanlega glaða :P

Annars er ekkert rosalega gott að frétta, ég ákvað að sleppa því að fara í prófin mín enda hef ég ekkert lært neitt :( Hausinn ekki að virka sem skildi man varla hvað ég var að gera fyrir 10 sek hvað þá hvað einhver vöðvi heitir á latínu :S

Svo er aftur byrjað að blæða úr ristlinum mínum og það gengur eitthvað voða erfiðlega að koma í veg fyrir það :( Ekkert að ganga upp.. Þarf að fara á tveggja vikna stera skammt í viðbót sem er ógeð en vonandi verð ég betri og hætt á sterunum fyrir jól svo ég geti aftur orðið eðlileg í andlitinu...

Ef ykkur langar að gefa mér jólagjöf þá langar mig í þessa hluti :P

Eyrna hitamæli einhvern góðan sem virkar.

Falleg stór handklæði

Skærasett til að klippa voffana.

Hundasnyrtiborð

Hárblásara fyrir hundana (eru rándýrir en hver veit hvað ykkur langar að gefa mér)

Föt ég veit ekki hvað stærð ég nota þar sem ég er að þenjast út eins og hvalur og verð örugglega orðinn 100 kg um jólinn.. Langar í flíspeysu.

Fullt af bókum til að lesa helst spennusögur eða einhverja fyndnar bækur svona gellu drama.
Langar að lesa nýju bókina hennar Yrsu Sigurðardóttur.

Teppi á gólfið 140x200 t.d. hentug stærð

Hlýtt teppi til að hafa yfir sig þegar maður horfir á TV

Pasminu eða sjal

Kuldaskó nota nr 39 langar í eitthvað líkt UGG boots bara sætari

Gjafabréf í dekur (þarf virkilega á því að halda)

DVD eitthvað rómó og skemmtilegt sem maður nennir að horfa á 100 sinnum

Fallega mynd á vegginn..

Trefil, húfu og vettling eitthvað rosa hlýtt til að geta farið út með voffana mína í frostið

Legghlífar helst svartar (ballerínu fást í skarthúsinu)

Hitapoka með vatni og helst loðinn..

Straubretti (don´t ask)

Sokka og mikið af þeim (eitthvað sem ég nenni aldrei að kaupa)

Eitthvað fallegt í stofuna mína..

Nammi og mikið af því (steranir að tala)

Sængurver

Góða handbók um eitthvað sem nýtist mér, þið verðið bara að ákveða hvað ég þarf að læra :)

Skartgrip frá siggu og timo(rosa hrifinn af hjartalínunni þeirra) eða Tous í smáralind

Iroomba ryksugu afþví að ég er of löt.

Gjafabréf á brunch á nordica :) namm namm (ennþá steranir að tala)

Slökkvitæki (held að það sé ekkert hérna á neðri hæðinni hjá okkur)

Hard Candy diskinn með Madonnu. Vantar líka tónleika dvd með The Girlie Show,Drowned world tour, Reinvention tour, who´s that girl world tour og the virgin tour auðvitað allt með Madonnu :P

Apple fartölvu ef einhver vill eyða miklu í mig..

Sundbol góðan frá speedoo

15# blað í Andis rakvélina mína, fæst í Dýrabæ.

Pillubox fyrir gamalmenni sem þurfa að taka mikið af dópi

Man ekkert fleira í bili svo ef þið hafið ákveðið að kaupa ekkert í ár út af kreppunni þá er ég bara alltaf til í knús það kostar ekkert.

Nú veit ég hvernig svínum líður :) afþví að ég er orðinn eitt :P
Sterarnir sem ég á gefa mér svo mikla matarlyst að ég hef aldrei á ævinni borðað jafn mikið þó svo að ég sé örugglega að borða bara eins og meðal manneskja.
Ég er búin að þyngjast um 4 kg á tveimur vikum eða frá því að ég var lögð inn um daginn og byrjaði að fá þessa skemmtilegu stera. Ég er líka kominn með rosa bollu kinnar en þær fylgja sterunum líka. Ég á samt bara eina viku eftir á þessum sterum og ætla ég mér að nýta hana vel helst að vera orðinn 60 kg í lok nóv því ég veit að þetta er fljótt að fara aftur og alltaf gott að hafa vara forða.

Annars er ég langt frá því að vera orðinn góð ég er ennþá með stannslausa verki þó svo að klósett ferðunum hafi fækkað og það er hætt að blæða úr ristlinum. Steranir fara líka ekki vel í mig, koma í veg fyrir að ég fái góðan svefn og valda mér hausverk og leiðindum. Það eina góða er að ég er að þyngjast og það annsi hressilega :)

Ég veit ekki hvað ég er búin að lesa margar sögur eftir Arnald Indriðason síðan ég veiktist held að þær séu orðnar 6 talsins er að lesa Bettý núna sem er sérstök..

Ætti kannski frekar að vera lesa skólabækur en lönguninn í þær er ekki það sterk og minnið ekki upp á sitt besta..
Sé til ætla að reyna að taka þessi blessuðu próf. .

Hef heldur ekkert mætt í vinnuna enda orkan ekki mikil þessa dagana ..

Ég er svo að fara hitta lækninn minn á morgun sjáum hvað hann segir.. Vona að það gangi allt vel með framhaldið þó að ég sé ekkert allt of bjartsýn. Ég þarf að fara á svona bjartsýnis námskeið..

Ég get allavega sagt að ég get borðað eins og svín og ég veit að það á eftir að renna allt af mér aftur eftir nokkar vikur er það ekki eitthvað sem alla dreymir um ?

Annars hafa það allir gott hérna í kringum mig Jói á fullu að læra fyrir próf og hundarnir eru bara æði eins og vanalega..

Stebba hefur tekið að sér að fara með Dímu í hundafimi þannig að ég þarf ekki að gera það og við Charly sitjum heima og knúsumst enda er hann mesta keludýr sem til er..

Jæja ég ætla að reyna að fara að sofa alveg heill einn hlutur sem ég þarf að gera á morgunn. Erfitt líf... heheh..

Ég er nýbúin að greinast með sáraristilbólgu eins og ég hefði ekki nóg fyrir..

Ekki að þetta eigi að vera eitthvað vorkunnar blogg en ég er búin að vera slatti veik og var lögð inn á St. jóseps spítala í síðustu viku, sem er bara besti staður ever :) yndislegt fólk að vinna þar og svo gott andrúmsloft..
Þar fékk ég fullt af sterum sem eiga að halda sjúkdómnum niðri og og líka járn í æð, það var búið að blæða svo mikið úr ristlinium að ég var orðinn alveg járnlaus. Ég fór nefnilega í blóðprufu fyrir tveimur vikum og þá var ég 11 í járni en á fimmtudaginn mældist ég 1 í járni.. Sem er víst bara það minnsta sem mælist..

Þannig að ég hef fengið 3 poka af járni í æð og fæ svo tvo í viðbót, Sem betur fer var ég með nóg af blóði enda hefði ég ekki tekið það í mál að fá blóðgjöf finnst bara ekkert ógeðslegra þar að segja ef það er ekki lífsnauðsynlegt..

Núna er ég bara uppi í mosó að slappa af og jafna mig ennþá með fullt af verkjum og útþaninn kvið en þetta hlýtur að fara að lagast fljótlega vonandi..

Hlakka til að fara út að labba með voffana og knúsa þá og kyssa ..

Jói er búin að standa sig eins og hetja einstæður faðir með tvo hunda :)
Og ekki bætti það ástandið að Díma ákvað að herma eftir mömmu sinni og verða líka slöpp í mallanum, en sem betur fer er það yfirstaðið..

Annars er bara allt gott að frétta ætlum að reyna að fara upp í sumó um helgina ef heilsan leyfir til að læra og slappa ennþá betur af..

Við Jói fórum norður síðast miðvikudag að sækja Charly og var það mikið ævintýri :)
Við komumst norður ekkert mál með það en seinna um kvöldið var sá guli búin að fá nóg og hætti bara að vilja keyra, sem betur fer er Jói félagi í FIB og komu þeir okkur til bjargar með því að flytja old yellow á verkstæði.
Ösp var svo elskuleg að skutla okkur á verkstæðið snemma um morguninn daginn eftir, Við fengum svo að heyra slæmu fréttirnar kl hálf 11 að poloinn myndi ekki meika það heim. Kúplinginn væru biluð og það þyrfti að skipta um hana, þannig að núna er guli fyrir norðan aleinn og yfirgefinn að bíða eftir varahlut :(
Við náðum samt sem betur fer að redda okkur heim leigðum einhverja KIA dollu á 17 þús kr.
Charly rétt komst fyrir í bílnum, hefði nú farið mun betur um hann í gula gamla..

Þetta var ævintýri í boði Jóa enda þolir hann ekki Honduna og það kom ekki til greina að fara á henni þótt að Guli hefði verið smá veikur síðustu daga.

Annars var Akureyrar ferðinn rosa nice Ösp var svo góð að leifa okkur að gista og skutla okkur um allt. Við kíktum líka á hana Eik sem er rhodesian ridgeback hvolpur og auðvitað í jólahúsið. Svo var náttúrlega hápunktur ferðarinnar að sækja hann Charly okkar :) eftir langar 4 vikur er hann loksins kominn heim..

Ég og Google áttum afmæli á laugardaginn :)
Google varð 10 ára og ég 24 ára, á afmælisdaginn var ég busy í hundum, sýna Sprett og fara með Dímu í snyrtingu. Þannig að ég gerði ekkert spes á afmælisdaginn, nema að Jói eldaði rosalega góðan mat handa mér. Svo á sunnudaginn héldu mamma, pabbi og Stebba afmæli handa mér.
Fékk alveg fullt af pökkum og helling af kökum :) Ég er ekki ennþá búin að þroskast upp úr köku afmælum.

Núna eru bara 17 dagar í að Charly losni og komi heim til okkar :)

Evran er kominn upp í 140 kr samkvæmt mbl .is, ég segi bara thank god að ég er ekki að fara til útlanda. Pundið er líka komið í 177 kr og mér fannst dýra að vera í London fyrir tveimur vikum þegar pundið var rétt 160 kr..

Ég ætla að vera grounded á íslandi þangað til að ástandið lagast.

Ég hef áhyggjur af þessu kreppu ástandi samt hef ég þannig séð ekkert til að hafa áhyggjur yfir :)
Skulda ekki krónu, þannig að ég hef enginn lán sem geta rokið upp úr öllu valdi, ég á ekki hús.
Ég á tvo bíla sem borga með sér, sérstaklega gula hættan sem eyðir sama og engri olíu.
Við erum bæði að vinna með skóla, og höfum það afskaplega gott. Samt erum við að nurla með hverja krónu :) Gott að vera sparsamur.

--------------------------------------------

Ég ætla að láta eitthvað gott af mér leiða, ég er búin að skrá mig á námskeið hjá Rauða krossinum til að gerast heimsóknar vinur. Var að hugsa um að taka Dímu eða Charly með mér í þetta verkefni, fer eftir því hvort er betra. Díma er allavega vön að fara í lyftur og er afskaplega mikill knúsari. En Charly hefur svona jafnara geðslag en Díma og móðgast ekki eins fljótt og hún.

Næstu helgi er svo hundsýning og afmælið mitt :) Ég verð 24 ára, hundgömul. Ætli ég haldi ekki eitthvað smá kökuboð á sunnudeginum þar sem að ég veit ekki alveg hvenær ég losna frá hundasýningunni á laugardeginum.

Nú eru 22 dagar í að Charly komi heim..

Ég fór með Helenu í gær í kramhúsið í prufu tíma í Afró dans þetta var alveg afskaplega gaman og góð hreyfing bara eftir 30 mín var ég alveg rennandi sveitt, en ég sá það strax að þetta er ekki dans fyrir mig. Held að þessi dans fari betur styttri konum með smá mjaðmir og smá hreyfanleika í kroppnum.
Ég var eins og spítukall, ég á svo erfitt með fallegar hreyfingar ekki til ein flott hreyfing í kroppnum mínum þannig að ég hef ákveðið að fara frekar og æfa robota dansinn þar sem maður má vera eins og spítukall ég væri bara örugglega mjög góð í róbóta dansinum.

Jói og Charly eru núna á leiðinni til Íslands eftir að vera næstum því búnir að missa af fluginu sínu :S Olga þurfti aðeins of langan tíma í að kveðja voffan sinn, skiljanlega..

En Jói var ekki kominn út í vél fyrr en 10 mín í tvö en vélinn átti að fara kl 2 :P

Jæja ekkert meira í bili..


Tad er buid ad vera brjalad ad gera hja okkur buin ad traeda oll sofn i London. Erum nuna adeins ad chilla i Hyde Park svo bara heim a morgun




Vid erum komin a Wembley! Saetin okkar eru rosalega god, aettu lika ad vera tad midad vid hvad eg borgadi fyrir tau :)
London er aedi en faranlega dyr borg. Erum buin ad fara i raudum straeto ut um alla borgina, London zoo, madam tussaude(veit ekki hvernig a ad stafa tad). Hotelid er a godum stad og allt mjog fint. A morgun er tad svo tower of london, london dungen, tower bridge og science museum. Mikid ad gera.

Nú er komið að því að skella sér til London á Madonnu tónleika... Þetta verður stuð vonandi við förum út á morgun og komum heim á sunnudaginn. Þá fer Jói reyndar strax út aftur að ná í hann Charly til Amsterdam. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Charly hundur.

Annars er ég bara byrjuð í skólanum á fullu, mjög spennandi nám vonandi bara að ég drullist til að ná öll um jólinn...

Ég er eitthvað voða löt við að blogga enda finnst mér ég bara ekki vera að gera neitt merkilegt þessa dagana :S

Nema auðvitað byrja í nýju námi, fá nýjan hund, fara til London, sjá Madonnu live, og margt margt fleira...

Well ble í bili

Ég er að fara til DK í tvær vikur, Jói ákvað að senda mig úr landi :P
Ég er að fara að skoða voffa í þýskalandi og bara til að chilla..


Visa kortið var klippt í gær eftir 6 ára samveru og góðar eyðslustundir hehe...
Núna tekur skólinn við og enginn eyðsla. Gott líf.

Ég byrjaði á því að vera veik í okt 2006 og það hefur ekki hætt síðan.
Fór fyrst í keiluskurð til að fjarlægja frumubreytingar á leghálsi, svo veiktist ég í jan 2007 og endaði í kviðarholsspeglun, þar kom í ljós að ég er með legslímuflakk. Í maí/júní 2007 fæ ég svo Felmtursröskun(ofsakvíði) sem ég er ennþá að kljást við úff..
Svo það síðasta til að bætast við er ristilbólgu sjúkdómur :S Þetta er alveg agalegt ástand á mér.. Ég er bara að hrinja.

En það er hægt að meðhöndla þetta allt og þetta er ekkert að fara að drepa mig :P
Þannig að ég verð bara að fara að hreyfa mig og hugsa vel um kroppinn...

Ég fékk 8 í Efn 203, þannig að ég náði og er á leiðinni í háskólan í haust :D
That´s all...

Þetta er alveg að verða búið prófið er kl 17:30 í dag svo er bara að skemmta sér vel á hundasýningunni um helgina og fá taugaáfall á þriðjudaginn þegar við fáum einkunnir :D
Annars er ég bara að læra á fullu núna, varð bara að taka mér smá netpásu...

Núna er ég búin að vera í sumarfríi í rúma viku og á eina viku eftir, ég sé það að maður þarf sko ekki að fara til útlanda til að sóla sig. Ég er svo brunninn.
Annars er ég bara að læra á fullu fyrir próf í Efnafræði 203 til að komast inn í hjúkkuna í haust. Enn sem komið er gengur bara vel og vona ég að ég slefi með 4.5 í lokaprófinu til að ná þessu :)

Við Jói vorum svo að koma okkur betur fyrir í kjallaranum heima, með því að bæta við stofu niðri í kjallaran, við fengum gefins flatskjá, heimabíó og innréttingar og þetta er bara orðið annsi huggulegt. Svo er bara næst á dagskrá að taka baðið í gegn.

Annars er ekkert annað að frétta bara allir að krossa puttana á föstudaginn þegar ég fer í próf.

Ég er búin að kaupa miða á Madonnu tónleikana sem verða 11.sept í London.
Á besta stað enda kostuðu miðarnir 77 þúsund fyrir okkur bæði :S
En alveg klárlega þess virði :D

Ég náði efnafræðinni og betur en það ég fékk 8 :D
Núna er það bara Efn 203 og svo hjúkkan í haust ef allt gengur upp :D

Gleði gleði gleði...

Við erum að fara á Madonnu tónleika :D
11.sept á Wembley Stadium í London....

Kaupi miða 16.maí þegar þeir fara á sölu.,,

Shit!! hvað mig hlakkar mikið til...



Þá er ég búin að ná markmiðinu mínu og það 1 mánuði fyrir tímann..
Ætlaði að skulda ekkert 1.júní. Það var nú ekki eins og ég væri eitthvað djúpt sokkinn í skuldir en ég var með bílalán og raðgreiðslu lán á rúminu og svona smá drasl.
Núna er ég bara byrjuð að safna á fullu og ætla að eiga fullt af peningum þegar ég verð búin með skólan eftir 4 ár :P

Þá er þetta komið á hreint. Við Jói erum dugleg að taka til en og þetta er stórt EN við erum bara svo miklu duglegri að skíta út hehe..
Ég þreif allt á föstudaginn og það sést ekki í dag 3 dögum seinna. Við erum nú bara tvö, tvö og hálf ef við teljum Dímu með, sem á alveg sinn skerf af mosa sem hún sér um að bera inn..

Ég skil þetta ekki við erum líka alltaf að taka okkur á og reyna að ganga betur um, en það kemur með auknum þroska..

Annars er allt bara brilljant að frétta ég byrjaði í versluninni í dag, bara gleði..
Ég fór í krabbó skoðun í dag og fæ að vita út úr henni eftir tvær vikur. Núna er þetta bara win/win staða því að ef ég þarf að fara í aðgerð þá er hægt að laga ör sem ég fékk eftir síðustu aðgerð sem er að gera mig gráhærða og ef ég þarf ekki að fara í aðgerð þá er það bara frábært.
Maður þarf að vera bjartsýnn ég get ekki tapað :)

Loksins loksins..

Ég er að hætta í söluráðgjöfinn og er að fara aftur í verslun í Ármúla.
Byrja þar á mánudaginn og hætti svo alveg hjá Símanum 20.ágúst.
Þá ætla ég að skella mér í skóla..


Marco vinur minn gaf mér bílinn sinn :) þetta er Polo 98 ekinn 107þ 1.9l dísel. Þegar ég náði í hann í gær þá leist mér sko ekki á blikuna ógangfær og gaurinn sem var að nota hann sagði að viðgerðin myndi kosta 80 þúsund. En Jói og Skúli bifvélavirki komu honum í gang fyrir 300 kr. Og núna er bara ekkert að honum. Snilldar gjöf :)


Það er sko óhætt að segja að ég sé orðinn púðla manneskja nr 1 á Íslandi hehe... Eins og staðan er í dag. Ég á Standard Poodle ég á lénið poodle.is og svo var ég að fá einkanúmerið Poodle gefins frá mömmu og pabba! Vantar bara perm í hárið og þá er ég eins og Poodle :)

Búið að vera gott frí og alveg heill dagur eftir :D

Er búin að gera ekki neitt nema að knúsa hundana, er að passa Newton pabba hennar Dímu sem er alveg jafn mikið æði og dóttir sín.
Við fórum upp í bústað í gær og skruppum í pottinn og chilluðum með fjölskyldunni hans Jóa.

Annars er ekkert að gerast nema að ég þarf að fara að hreyfa mig.

Ég held að ég sé loksins búin að ákveða hvað ég ætli að læra úff..
Ég er búin að fá samþykki fyrir því að fara í hjúkrun ef ég næ að klára tvo efnafræði áfanga fyrir haustið :D
Þannig að nú er bara að krossa putta og vona að ég nái því.
Annars get ég svo sem farið í hjúkkuna á akureyri í fjarnámi en ég nenni því nú varla þar sem ég bý svo nálægt HÍ.

Annars er ég að skipuleggja peningamálin á fulla afþví að ég þarf víst að eiga eitthvað smá fyrir haustið og svo erum við að safna fyrir húsi.
Þannig að ég ákvað að gerast áskrifandi af lotto miða á lotto.is það kostar bara 100 kr á viku og ætli ég eyði ekki þessum 400 kr hvort eð er í vitleysu :)
Þannig að það er vonandi að milljónirnar fari að hrinja inn :P


Jói gaf mer þessa geggjudu köku í tilefni konudagsins

Til að bæta upp skort minn á listrænum hæfileikum þá verð ég að gera eitthvað annað.
Ég kann reyndar að prjóna en ég veit ekki hvort ég flokki það sem listrænahæfileika.

Það næsta á listanum mínum er að taka svona baby meirapróf. Ég ætla að skrá mig í það um leið og ég er búin að skrapa saman pening til að borga námskeiðið.

Annars er allt gott að frétta fyrir utan það að Jói er smá fatlaður þessa dagana, hann snéri sig á hnénu í gær og getur ekki labbað :S

En hann verður vonandi orðinn góður áður en hann fer út á skíði eftir 10 daga.

Jæja þá eru þær komnar ég fékk:

9 í stöguleika
9 í siglingarfæði
10 í siglingareglum :)

Bravó fyrir mér :P

Það næsta sem ég ætla að læra er latína, búin að kaupa mér nokkrar latínu bækur á amazon.com hlakkar ekkert smá mikið til að reyna að læra þetta tungumál heillar mig alveg rosalega :)

Annars er ég ennþá að hugsa hvað ég ætli að læra í háskólanum í haust :S

Þá er ég orðinn pungur það má fara að kalla mig Dísu Skipper :P
Ég náði prófunum ég veit reyndar ekkert hvað ég fékk, fékk bara að vita að ég hefði náð ;) Þvílíkt ánægð, gott að vera búin með þetta.

Mamma reyndi nú samt að segja mér að ég hefði fallið en hún sagði að ég hefði fallið í siglingareglum þannig að ég trúði henni ekki en ef hún hefði sagt að ég hefði fallið í stöðugleika þá hefði ég trúað henni. Enda býst ég við því að það sé lélegast prófið mitt.

Líka gott að ég náði annars hefði ég þurft að láta henda heilum árgangi af símaskránni :)

Ég kláraði loksins punga prófið í dag og veit ekki hvort að það sé gott eða slæmt en ég var fyrst til að klára öll 3 prófin :P Kemur í ljós á fimmtudaginn hvort ég hafi náð.
Svo yndislegt að vera loksins búin með þetta þvílíkur léttir.

Annars gengur allt vel ég ætlta að fara í ræktina á morgun og fara svo í klippingu á föstudaginn fara að taka mig aðeins saman í fésinu og koma mér á réttan kjöl(báta djók)

Það er búið að vera alveg geggjað veður undan farið þrumur og eldingar á föstudaginn og svo hauga sjór í dag, þetta er alveg yndislegt að hafa svona fljölbreytni í veðrinu love it :) Enda er ég algjör óveðurskráka nýt mín aldrei betur en í brjáluðu verðri helst miklu roki eða miklum snjó.
Enda fékk Díma að kenna á því þegar hún var dreginn út að labba á föstudaginn greyið stóð varla í lappirnar :O

Annars læt ég vita hvað ég hef fengið á prófinu um leið og það kemur..

Það er búið að vera annsi rólegt undanfarið en þetta er vonandi allt að koma, ég er að klára pungaprófið 10.feb vonandi ;)
Við Díma ætlum að fara á fyrstu BHSÍ æfinguna okkar á sunnudaginn það verður rosa spennandi ætlum að mæta með bróðir hennar honum Jazz.

Er núna að fylgjast með borgarstjórnar fundinum það er allt að springa þar, þetta er eins og sápuópera :)mjög spennandi.

Við Jói erum að fara í leikhús á morgun á Viltu finna milljón, svo ætla ég upp á skaga um helgina að láta raka Dímu annars er ekkert plan þannig að janúar hefur verið alveg rosalega rólegur.

Þá er 2008 mætt á svæðið og ég hef það á tilfinninguni að þetta eigi bara eftir að verða mjög gott ár. Það er ekkert plan reyndar komið fyrir þetta ár en pælingin er að chilla bara innanlands og skella sér svo kannski í skóla í haust ef ég finn eitthvað sem ég vill læra.

En ég ætlaði að renna svona aðeins yfir árið 2007 :)

Janúar: Ég byrjaði árið á því að vopna mig upp :P fékk mér þessa líku sætu Haglabyssu sem hefur reyndar ekki drepið neitt ennþá en það er allt í vinnslu.

Febrúar: Pöntuðum við fer til DK gott að vera tímanlega í þessu, ég prufaði líka að æfa skotfimi og skaut úr fyrsta skiptið á ævinni úr skammbyssu. Ég eyddi líka stórum hluta af febrúar veik :(

Mars: Fékk ég nýja vinnu og byrjaði þar 16.mars stuttu eftir það fór ég svo í aðgerð, þar sem ég greyndist með legslímuflakk, sem betur fer er það allt í góðum málum í dag.

Apríl: KR urðu Íslandsmeistarar í körfu og flugmiðarnir fyrir jólafríinu mættu í hús. 10 ár voru liðin frá því að ég fékk fyrsta hundinn minn og Jói varð 23 ára :)

Maí: Við skelltum okkur til Svíþjóðar með Obbu systir Jóa sem hafði komist í U-16 landsliðið í körfu, Heitur pottur var keyptur í Grenibyggðina og við Jói tókum smá hreyfingar æði.

Júní: Við fórum norður í veiðiferð, setti í einn lax en missti hann. Fékk nýtt Tempur rúm og svefninn hefur aldrei verið betri :)

Júlí: Ég gerðist blondína :) Fórum til Danmerkur í 3.vikur í alveg geggjað frí.

Ágúst: Ég fór í Rafting niður Jökulsá Austari og fékk mikið hlaupaæði dreyf mest 5 km og Jói gaf mér GPS hlauapúr í afmælisgjöf.

September: Skelltum okkur í smá ferðalag norður, ég fór líka á fyrsta landsleikinn minn Ísland-Spánn. Ég varð 23 og það var haldið upp á það með því að bjóða mér í humarhúsið namm namm

Október: Mamma varð fimmtug, við fórum á prjónanámskeið og ég kláraði lopapeysuna hennar Steffy sem hefur verið á prjónunum í 4 ár. Díma fæddist líka í lok okt.

Nóvember: Fór á reunion hjá barna skólanum, Byrjaði á námskeiði hjá KMS við kvíðanum sem hefur hjálpað mikið :)

Desember: Ég byrjaði í fjarnámi er að taka skipstjórnar réttindi(pungapróf) Fórum til Austurríkis í viku um Jólin á skíði, Jói bað mig um að giftast sér :) og við fengum Dímu litla krúttboltan okkar.

2007 var bara helvíti gott :P

Newer Posts Older Posts Home