Evran er kominn upp í 140 kr samkvæmt mbl .is, ég segi bara thank god að ég er ekki að fara til útlanda. Pundið er líka komið í 177 kr og mér fannst dýra að vera í London fyrir tveimur vikum þegar pundið var rétt 160 kr..

Ég ætla að vera grounded á íslandi þangað til að ástandið lagast.

Ég hef áhyggjur af þessu kreppu ástandi samt hef ég þannig séð ekkert til að hafa áhyggjur yfir :)
Skulda ekki krónu, þannig að ég hef enginn lán sem geta rokið upp úr öllu valdi, ég á ekki hús.
Ég á tvo bíla sem borga með sér, sérstaklega gula hættan sem eyðir sama og engri olíu.
Við erum bæði að vinna með skóla, og höfum það afskaplega gott. Samt erum við að nurla með hverja krónu :) Gott að vera sparsamur.

--------------------------------------------

Ég ætla að láta eitthvað gott af mér leiða, ég er búin að skrá mig á námskeið hjá Rauða krossinum til að gerast heimsóknar vinur. Var að hugsa um að taka Dímu eða Charly með mér í þetta verkefni, fer eftir því hvort er betra. Díma er allavega vön að fara í lyftur og er afskaplega mikill knúsari. En Charly hefur svona jafnara geðslag en Díma og móðgast ekki eins fljótt og hún.

Næstu helgi er svo hundsýning og afmælið mitt :) Ég verð 24 ára, hundgömul. Ætli ég haldi ekki eitthvað smá kökuboð á sunnudeginum þar sem að ég veit ekki alveg hvenær ég losna frá hundasýningunni á laugardeginum.

Nú eru 22 dagar í að Charly komi heim..

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home