Núna er ég búin að fá tvo skammta af Remicade ég fer næst 19.feb ég er nú ekki farinn að finna neinn mun ennþá leið betur í nokkra daga eftir fyrstu sprautuna en svo hef ég ekki fundið mikinn mun, verkirnir eru ennþá til staðar og núna hafa bæst við augnverkir veit ekki hvort að það tengist Remicade og þessum skemmtilega hausverk sem fylgir því lyfi eða bara Crohn's maður getur víst fengið augnverki af sjúkdómnum.

Þetta hlýtur samt að fara að lagast er varla að nenna þessu mikið lengur.
Ég er samt alveg að fara að hætta á sterunum bara 2 dagar eftir :) ekkert smá glöð enda búin að vera á þessum viðbjóði síðan 10.nóv. Sterar eru ógeð..

Ég er búin að þyngjast um 14 kg, enda búin að borða eins og súmóglímukappi í 3 mánuði næstum því :) hluti af þessu er reyndar vökvasöfnun sem tengist sterunum en ég býst við að halda í 10 kg :)

Svo ég tali nú um eitthvað annað en þessi endalausu veikindi þá fór ég á KR-Grindavík í dag og auðvitað unnu KR þar sem Grindvíkingar voru bara afspyrnu lélegir :) á morgun er það svo Stjarnan - Njarðvík verður gaman að sjá hver vinnur þar.

Hægt og rólega held ég að mér sé að fara að líða betur :)
Ég vona það allavega, það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé að mjakast í rétta átt.
Ég er reyndar farinn að fá mikinn hausverk en það getur verið aukaverkun af Remicade sem ég hef ekki miklar áhyggjur af, get bara tekið panodil við því.

Ég fór að hitta geðlækninn minn í dag og hann lagði til að ég myndi stækka skammtinn af kvíða töflunum enda er ég á minnst hugsanlega skammti, mér leist alveg mjög vel á þá hugmynd enda hefur kvíðinn aðeins verið að segja til sín undanfarið enda ekki skrítið miðað við allt sem er í gangi..

Svo fer ég næsta föstudag upp á St.Jósefs í skammt nr 2 af Remicade hlakka mikið til enda er sagt að það taki 2-3 skammta til að finna alvöru mun og mér er farið að hlakka svo til að verða góð og losna við þetta ógeð.. Ég get varla beðið eftir næsta skammti.
Ég á lika bara 12 daga eftir af sterunum og þá hætti ég að borða eins og svín vona ég og losna kannski líka við kinnarnar ef ég er heppinn..

Ég er líka búin að vera á sterunum í tvo mánuði sem er alveg rosalega langur tími finnst mér :S Og allan þennan tíma er ég búin að vera borða svona 10 þúsund hitaeingingar á dag..

Annars erum við voffarnir í pössun uppi í mosó, á meðan Jói er að læra fyrir próf..
Höfum það alveg afskaplega gott, Díma og Charly fá að sofa í sófanum hjá Stebbu þvílíkur lúxus..

Afþví að ég hef ekkert að gera þá er ég búin að vera að horfa á mikið af þáttum og Helena benti mér á Worst week sem eru algjört æði soldið ýktir en fínir..

Gaman að sjá að enginn nýtti sér skotleyfið sem ég gaf á smettið á mér :P

Já og góðu fréttirnar eru þær að ég er farin að geta sofnað á kvöldin án þess að fá hjálp frá lyfjum sem ég er mjög happy með enda vill ég taka sem minnst af dópi..


Afþví að ég er að hitta svo mikið af fólki undanfarið sem þekkir mig ekki lengur þá langaði mér bara að sitja inn smá update af útlitinu á mér..
Já og það er ekki gott ég er með alveg klassískt moonface :)
Sem fer vonandi þegar ég hætti á sterunum eftir 3 vikur.

Feel free að koma með einhverja skemmtilega djóka um andlitið á mér ;)

Og það gékk líka svona ljómandi vel, enginn viðbrögð sem er mjög gott..

Losnaði af spítalanum í dag, og er bara fín. Með smá lið og magaverki ekkert alvarlegt.

Ég fékk samt sterkari verkjalyf með mér heim sem er mjög gott að eiga just in case..

Svo er bara að bíða og sjá hvernig Remicade virkar, ég fer svo í skammt nr 2, 22 jan..

Vonandi verð ég bara orðinn brilljant góð í byrjun feb..

Hætti svo á sterunum eftir 3 vikur hlakka endalaust til, þá fæ ég vonandi andlitið mitt til baka..

Jæja nú er komið að því, ég fæ nýja lyfið á morgun :)

Allir að krossa putta og vona að það svínvirki á mig..

Ég ligg núna inni á St.Jóh eftir að hafa vaknað grátandi í morgun út af verkjum í liðamótu(fylgifiskur Crohn´s) ég var svo heppinn að eiga morfín töflur heima sem ég tók og svo panodil með en það virkaði skammt þannig að mamma rúllaði mér upp á spítala kl 10 í morgun þar sem ég fékk morfín sprautu sem virkaði fram eftir degi.

Ég hef aldrei á ævinni verið jafn kvalinn samt hef ég fengið mikla magaverki en þetta var alveg hræðilega vont. Man ekki eftir því að hafa grátið af sársauka áður..

En ég fékk bestu stofuna í bænum er á VIP einkastofu með sér klósetti og sturtu, dvd, flatskjá´, fjarstýrðu rúmi, fjarstýrðum lazy boy og fjarstýrðum gluggum.

Enginn smá lúxus.. Það er sko hugsað vel um mann hérna og ég fæ hroll við tilhugsunina um að það eigi að loka þessum stað :S

jæja nóg í bili ætla að fara að lúlla.

Jæja þá eru jólin búin, þetta voru ágæt jól þó að ég hafi misst af mestu jólaundirbúningnum :s

Fyrstu jólinn þar sem ég borða ekki hangikjöt eða hamborgarahrygg..
Bara kalkún öll jólinn enda þolir maginn minn ekki svona jóla reykt salt kjöt.

Ég þurfti ekki að skila eða skipta neinni gjöf nema stígvélunum frá mömmu og pabba sem voru of lítil en það er nú ekki alvarlegt.. Þannig að það voru allir að hlusta vel á mig þessi jólinn..

Núna eru allir farnir aftur í skóla eða vinna nema ég, ég hangi bara heima og bora í nefið :P Ég fór í gær og borðaði þessa blessuðu myndavél, mjög spennandi. Svo byrja ég vonandi á lyfjunum bara núna fyrir helgi..

Þar sem ég varð að hvíla háskólann í bili fram að haust, þá datt mér í hug að taka tvo eðlisfræðiáfanga þangað til, langaði alltaf að kunna meira í raungreinum og þar sem að þetta lukkaðist svona helvíti vel með efnafræðina í fyrra þá hlýt ég að geta það sama með eðlisfræði..

Svo er bara að krossa alla putta og vona að þetta nýja lyf geri kraftaverk :)

Newer Posts Older Posts Home