Ef ykkur langar að gefa mér jólagjöf þá langar mig í þessa hluti :P

Eyrna hitamæli einhvern góðan sem virkar.

Falleg stór handklæði

Skærasett til að klippa voffana.

Hundasnyrtiborð

Hárblásara fyrir hundana (eru rándýrir en hver veit hvað ykkur langar að gefa mér)

Föt ég veit ekki hvað stærð ég nota þar sem ég er að þenjast út eins og hvalur og verð örugglega orðinn 100 kg um jólinn.. Langar í flíspeysu.

Fullt af bókum til að lesa helst spennusögur eða einhverja fyndnar bækur svona gellu drama.
Langar að lesa nýju bókina hennar Yrsu Sigurðardóttur.

Teppi á gólfið 140x200 t.d. hentug stærð

Hlýtt teppi til að hafa yfir sig þegar maður horfir á TV

Pasminu eða sjal

Kuldaskó nota nr 39 langar í eitthvað líkt UGG boots bara sætari

Gjafabréf í dekur (þarf virkilega á því að halda)

DVD eitthvað rómó og skemmtilegt sem maður nennir að horfa á 100 sinnum

Fallega mynd á vegginn..

Trefil, húfu og vettling eitthvað rosa hlýtt til að geta farið út með voffana mína í frostið

Legghlífar helst svartar (ballerínu fást í skarthúsinu)

Hitapoka með vatni og helst loðinn..

Straubretti (don´t ask)

Sokka og mikið af þeim (eitthvað sem ég nenni aldrei að kaupa)

Eitthvað fallegt í stofuna mína..

Nammi og mikið af því (steranir að tala)

Sængurver

Góða handbók um eitthvað sem nýtist mér, þið verðið bara að ákveða hvað ég þarf að læra :)

Skartgrip frá siggu og timo(rosa hrifinn af hjartalínunni þeirra) eða Tous í smáralind

Iroomba ryksugu afþví að ég er of löt.

Gjafabréf á brunch á nordica :) namm namm (ennþá steranir að tala)

Slökkvitæki (held að það sé ekkert hérna á neðri hæðinni hjá okkur)

Hard Candy diskinn með Madonnu. Vantar líka tónleika dvd með The Girlie Show,Drowned world tour, Reinvention tour, who´s that girl world tour og the virgin tour auðvitað allt með Madonnu :P

Apple fartölvu ef einhver vill eyða miklu í mig..

Sundbol góðan frá speedoo

15# blað í Andis rakvélina mína, fæst í Dýrabæ.

Pillubox fyrir gamalmenni sem þurfa að taka mikið af dópi

Man ekkert fleira í bili svo ef þið hafið ákveðið að kaupa ekkert í ár út af kreppunni þá er ég bara alltaf til í knús það kostar ekkert.

Nú veit ég hvernig svínum líður :) afþví að ég er orðinn eitt :P
Sterarnir sem ég á gefa mér svo mikla matarlyst að ég hef aldrei á ævinni borðað jafn mikið þó svo að ég sé örugglega að borða bara eins og meðal manneskja.
Ég er búin að þyngjast um 4 kg á tveimur vikum eða frá því að ég var lögð inn um daginn og byrjaði að fá þessa skemmtilegu stera. Ég er líka kominn með rosa bollu kinnar en þær fylgja sterunum líka. Ég á samt bara eina viku eftir á þessum sterum og ætla ég mér að nýta hana vel helst að vera orðinn 60 kg í lok nóv því ég veit að þetta er fljótt að fara aftur og alltaf gott að hafa vara forða.

Annars er ég langt frá því að vera orðinn góð ég er ennþá með stannslausa verki þó svo að klósett ferðunum hafi fækkað og það er hætt að blæða úr ristlinum. Steranir fara líka ekki vel í mig, koma í veg fyrir að ég fái góðan svefn og valda mér hausverk og leiðindum. Það eina góða er að ég er að þyngjast og það annsi hressilega :)

Ég veit ekki hvað ég er búin að lesa margar sögur eftir Arnald Indriðason síðan ég veiktist held að þær séu orðnar 6 talsins er að lesa Bettý núna sem er sérstök..

Ætti kannski frekar að vera lesa skólabækur en lönguninn í þær er ekki það sterk og minnið ekki upp á sitt besta..
Sé til ætla að reyna að taka þessi blessuðu próf. .

Hef heldur ekkert mætt í vinnuna enda orkan ekki mikil þessa dagana ..

Ég er svo að fara hitta lækninn minn á morgun sjáum hvað hann segir.. Vona að það gangi allt vel með framhaldið þó að ég sé ekkert allt of bjartsýn. Ég þarf að fara á svona bjartsýnis námskeið..

Ég get allavega sagt að ég get borðað eins og svín og ég veit að það á eftir að renna allt af mér aftur eftir nokkar vikur er það ekki eitthvað sem alla dreymir um ?

Annars hafa það allir gott hérna í kringum mig Jói á fullu að læra fyrir próf og hundarnir eru bara æði eins og vanalega..

Stebba hefur tekið að sér að fara með Dímu í hundafimi þannig að ég þarf ekki að gera það og við Charly sitjum heima og knúsumst enda er hann mesta keludýr sem til er..

Jæja ég ætla að reyna að fara að sofa alveg heill einn hlutur sem ég þarf að gera á morgunn. Erfitt líf... heheh..

Ég er nýbúin að greinast með sáraristilbólgu eins og ég hefði ekki nóg fyrir..

Ekki að þetta eigi að vera eitthvað vorkunnar blogg en ég er búin að vera slatti veik og var lögð inn á St. jóseps spítala í síðustu viku, sem er bara besti staður ever :) yndislegt fólk að vinna þar og svo gott andrúmsloft..
Þar fékk ég fullt af sterum sem eiga að halda sjúkdómnum niðri og og líka járn í æð, það var búið að blæða svo mikið úr ristlinium að ég var orðinn alveg járnlaus. Ég fór nefnilega í blóðprufu fyrir tveimur vikum og þá var ég 11 í járni en á fimmtudaginn mældist ég 1 í járni.. Sem er víst bara það minnsta sem mælist..

Þannig að ég hef fengið 3 poka af járni í æð og fæ svo tvo í viðbót, Sem betur fer var ég með nóg af blóði enda hefði ég ekki tekið það í mál að fá blóðgjöf finnst bara ekkert ógeðslegra þar að segja ef það er ekki lífsnauðsynlegt..

Núna er ég bara uppi í mosó að slappa af og jafna mig ennþá með fullt af verkjum og útþaninn kvið en þetta hlýtur að fara að lagast fljótlega vonandi..

Hlakka til að fara út að labba með voffana og knúsa þá og kyssa ..

Jói er búin að standa sig eins og hetja einstæður faðir með tvo hunda :)
Og ekki bætti það ástandið að Díma ákvað að herma eftir mömmu sinni og verða líka slöpp í mallanum, en sem betur fer er það yfirstaðið..

Annars er bara allt gott að frétta ætlum að reyna að fara upp í sumó um helgina ef heilsan leyfir til að læra og slappa ennþá betur af..

Newer Posts Older Posts Home