Við vorum rosa heppinn og fengum líka þennan rosa bolta í dekkið :( en það reddaðist allt að lokum. Ég er búin að vera með krónískar harðsperrur eftir öll hlaupin en það er bara gaman. Fórum í lego land í gær, rosa fjör. Ég var að fatta að það eru komin 17 ár síða ég kom þangað fyrst :) jæja á morgun er það ströndinn...


Jæja þá erum við kominn til dk, erum í alveg geggjuðu húsi með stóran og góðan grasflöt. Við fengum líka bílinn sem við pöntuðum og það vildi svo skemmtilega til að við fengum öll volvo m&p eru á S60, við á C30 og Gunna & Smári á V50. Þannig að það er bara hér koma svíarnir :) Við höfum ekki orðið vör við neina rigningu enda næstum 30 stiga hiti upp við húsid í dag. Svo byrjuðum við Jói að hlaupa og það verða teknir 3km á dag eða meira fer eftir formi ;) svo hef ég með mynd af köggunum.

jæja þá eru aðeins litla 5 klullur í að ég leggi af stað út á völl.
Og kannski kominn tími til að fara að drulla sér í háttinn..
Ég mun vera með símana mína með mér úti þannig að allir geti náð í mig :P
En ég ætla samt að fá mér danskt símkort því að ég hef engann úber áhuga á að borga launinn mín sjálf :P

Ég vil samt þakka öllum hinum sem nota símana sína eins og geðsjúklingar í úlllöndum.

Annars fékk ég alveg nett sjokk áðan. Ég var að vikta mig og töskunar og viktin okkar er smá brengluð þannig að þú þarft alltaf að bæta við 3 kg til að fá rétta tölu.
Ég hlýt að vera orðin eitthvað smá þreytt því að ég fór óvart að draga frá 3 kg og ég alveg í nettu sjokki yfir því að vera orðin 54 kg, fór bara að hugsa hvað í fjandanum ég hefði verið að gera, því mér fannst ég hafa bætt á mig svo þegar mesta sjokkið var að renna af mér og ég búin að skipta um battó í viktinni, þá fattaði ég döh það á að bæta við 3 kg þannig að ég er bara mín gömlu góðu 60 kg eins og ég vill vera.

Well góða nótt. ..

Sendi bönns af sætum myndum frá rigningaveldinu :D


Frjókornum.

Ég er orðin alveg brjálað myndarleg, ég er byrjuð að prjóna aftur.
Já ég er víst búin að vera með lopapeysu á prjónunum síðan 2003 eða eitthvað álíka handa Stefaníu. Þannig að ég ákvað bara að drífa í því að klára hana.
Ég held líka að við Jói höfum aldrei verið jafn gömul og á þriðjudaginn þegar við vorum á leiðinni í bæinn, hann að hlusta á rás 2 og ég að prjóna, Old couple !!

Annars er kjörið að byrja að prjóna svona rétt fyrir DK ferðina enda er ég búin að heyra frá fróðum mönnum að það verði rigning allar þessar 3 vikur á meðan við verðum úti. Þannig að ég verð að prjóna öll kvöld úti í danmörku, þannig að á eftir ætla ég að skella mér í nettan verslunarleiðangur og kaupa lopa í peysu á Jóa :)
Já og Sólveig röðin fer að koma að þér, lofa :Þ

Annars er ekki mikið að frétta Jói er búin að vera alveg ógeðslega duglegur við að laga ýmislegt heima hjá sér. Tók bílskúrinn í gegn og núna síðast innganginn niður í kjallara, málaði allt og gerði fínt. Var smá svona subbulegt, en er núna alveg glimmrandi flott.

Já ég, Helena, Gunnsi og Jói fórum á myndina Blind Date mæli ekki með henni, við skemmtum okkur þó alveg konunglega enda var alveg æðislega fyndin stelpa sem sat fyrir framan okkur, hún var að lifa sig svo mikið inn í myndina að það var æðislegt að fylgjast með henni. Komum öll út grátandi úr hlátri :D


Við erum á leiðinni í bæinn. Sem er reyndar gott og slæmt. Enginn fiskur með í för :( en það kemur bara næst :p svo er bara yndislega Tempur rúmið mitt að bíða eftir mér. Guð hvað ég hef saknað þess mikið, enda búin að sofa á 5cm þykkri dýnu í eina viku. Við Jói fundum reyndar drauma staðinn okkar þarna fyrir norðan, hann mun vera Þórshöfn, það verður hægt ad finna okkur þar að námi loknu eftir 5 ár.


Við Obba borðuðum 800gr af grilluðum sykurpúðum og svo þegar pokinn var orðinn tómur þá fór ég að lesa á hann og þar stóð "Not suitable for heating" :o


Það er allt svo stórt í sveitinni, bíðið bara eftir laxinum ;)




Ég svaf til eitt og skreið þá út í sólbað. Núna erum við á leiðinni í sund. Svo byrjar veidinn kl 16 á morgun :)

Newer Posts Older Posts Home