Ég lenti á þriðjudaginn í alveg geggjuðu veðri 25 stiga hiti og sól.
Peter maðurinn hennar Lottu sótti mig út á flugvöll og við komum heim tóku á móti okkur 17 hvolpar, 8 fullorðnir hundar og tveir pommar.

Ég er strax búin að sjá tvær tíkur sem mér lýst mjög vel á en þó sérstaklega eina en hvolparnir eru aðeins 6 vikna í dag þannig að við gefum þeim aðeins lengri tíma.
Sjáum svo hver heillar mig mest :)

Svo kem ég heim 15.sept

Ég er að fara út núna 25.ágúst til Svíþjóðar að velja mér nýjan hund.
Auðvitað Standard Poodle :) Svört tík undan Ch. Diego Da Maya Og Ch. Racketeer Street Poetry.

Tíkinn er fædd 17. júlí og verður því rétt að verða 6 vikna þegar ég fer út, ég mun verða hjá henni í þrjár vikur og fara svo heim en tíkinn sem er ennþá nafnlaus kemur heim væntanlega í byrjun Janúar.

Ef þið eruð með skemmtilegar nafnahugmyndir endilega deila þeim með mér.

Hérna eru svo myndir af flottu foreldrunum :)



Diego pabbinn



Kira mamman

Newer Posts Older Posts Home