Við Jói fórum norður síðast miðvikudag að sækja Charly og var það mikið ævintýri :)
Við komumst norður ekkert mál með það en seinna um kvöldið var sá guli búin að fá nóg og hætti bara að vilja keyra, sem betur fer er Jói félagi í FIB og komu þeir okkur til bjargar með því að flytja old yellow á verkstæði.
Ösp var svo elskuleg að skutla okkur á verkstæðið snemma um morguninn daginn eftir, Við fengum svo að heyra slæmu fréttirnar kl hálf 11 að poloinn myndi ekki meika það heim. Kúplinginn væru biluð og það þyrfti að skipta um hana, þannig að núna er guli fyrir norðan aleinn og yfirgefinn að bíða eftir varahlut :(
Við náðum samt sem betur fer að redda okkur heim leigðum einhverja KIA dollu á 17 þús kr.
Charly rétt komst fyrir í bílnum, hefði nú farið mun betur um hann í gula gamla..

Þetta var ævintýri í boði Jóa enda þolir hann ekki Honduna og það kom ekki til greina að fara á henni þótt að Guli hefði verið smá veikur síðustu daga.

Annars var Akureyrar ferðinn rosa nice Ösp var svo góð að leifa okkur að gista og skutla okkur um allt. Við kíktum líka á hana Eik sem er rhodesian ridgeback hvolpur og auðvitað í jólahúsið. Svo var náttúrlega hápunktur ferðarinnar að sækja hann Charly okkar :) eftir langar 4 vikur er hann loksins kominn heim..

Newer Posts Older Posts Home