Það er búið að vera annsi rólegt undanfarið en þetta er vonandi allt að koma, ég er að klára pungaprófið 10.feb vonandi ;)
Við Díma ætlum að fara á fyrstu BHSÍ æfinguna okkar á sunnudaginn það verður rosa spennandi ætlum að mæta með bróðir hennar honum Jazz.

Er núna að fylgjast með borgarstjórnar fundinum það er allt að springa þar, þetta er eins og sápuópera :)mjög spennandi.

Við Jói erum að fara í leikhús á morgun á Viltu finna milljón, svo ætla ég upp á skaga um helgina að láta raka Dímu annars er ekkert plan þannig að janúar hefur verið alveg rosalega rólegur.

Þá er 2008 mætt á svæðið og ég hef það á tilfinninguni að þetta eigi bara eftir að verða mjög gott ár. Það er ekkert plan reyndar komið fyrir þetta ár en pælingin er að chilla bara innanlands og skella sér svo kannski í skóla í haust ef ég finn eitthvað sem ég vill læra.

En ég ætlaði að renna svona aðeins yfir árið 2007 :)

Janúar: Ég byrjaði árið á því að vopna mig upp :P fékk mér þessa líku sætu Haglabyssu sem hefur reyndar ekki drepið neitt ennþá en það er allt í vinnslu.

Febrúar: Pöntuðum við fer til DK gott að vera tímanlega í þessu, ég prufaði líka að æfa skotfimi og skaut úr fyrsta skiptið á ævinni úr skammbyssu. Ég eyddi líka stórum hluta af febrúar veik :(

Mars: Fékk ég nýja vinnu og byrjaði þar 16.mars stuttu eftir það fór ég svo í aðgerð, þar sem ég greyndist með legslímuflakk, sem betur fer er það allt í góðum málum í dag.

Apríl: KR urðu Íslandsmeistarar í körfu og flugmiðarnir fyrir jólafríinu mættu í hús. 10 ár voru liðin frá því að ég fékk fyrsta hundinn minn og Jói varð 23 ára :)

Maí: Við skelltum okkur til Svíþjóðar með Obbu systir Jóa sem hafði komist í U-16 landsliðið í körfu, Heitur pottur var keyptur í Grenibyggðina og við Jói tókum smá hreyfingar æði.

Júní: Við fórum norður í veiðiferð, setti í einn lax en missti hann. Fékk nýtt Tempur rúm og svefninn hefur aldrei verið betri :)

Júlí: Ég gerðist blondína :) Fórum til Danmerkur í 3.vikur í alveg geggjað frí.

Ágúst: Ég fór í Rafting niður Jökulsá Austari og fékk mikið hlaupaæði dreyf mest 5 km og Jói gaf mér GPS hlauapúr í afmælisgjöf.

September: Skelltum okkur í smá ferðalag norður, ég fór líka á fyrsta landsleikinn minn Ísland-Spánn. Ég varð 23 og það var haldið upp á það með því að bjóða mér í humarhúsið namm namm

Október: Mamma varð fimmtug, við fórum á prjónanámskeið og ég kláraði lopapeysuna hennar Steffy sem hefur verið á prjónunum í 4 ár. Díma fæddist líka í lok okt.

Nóvember: Fór á reunion hjá barna skólanum, Byrjaði á námskeiði hjá KMS við kvíðanum sem hefur hjálpað mikið :)

Desember: Ég byrjaði í fjarnámi er að taka skipstjórnar réttindi(pungapróf) Fórum til Austurríkis í viku um Jólin á skíði, Jói bað mig um að giftast sér :) og við fengum Dímu litla krúttboltan okkar.

2007 var bara helvíti gott :P

Newer Posts Older Posts Home