Ég og Google áttum afmæli á laugardaginn :)
Google varð 10 ára og ég 24 ára, á afmælisdaginn var ég busy í hundum, sýna Sprett og fara með Dímu í snyrtingu. Þannig að ég gerði ekkert spes á afmælisdaginn, nema að Jói eldaði rosalega góðan mat handa mér. Svo á sunnudaginn héldu mamma, pabbi og Stebba afmæli handa mér.
Fékk alveg fullt af pökkum og helling af kökum :) Ég er ekki ennþá búin að þroskast upp úr köku afmælum.

Núna eru bara 17 dagar í að Charly losni og komi heim til okkar :)

Evran er kominn upp í 140 kr samkvæmt mbl .is, ég segi bara thank god að ég er ekki að fara til útlanda. Pundið er líka komið í 177 kr og mér fannst dýra að vera í London fyrir tveimur vikum þegar pundið var rétt 160 kr..

Ég ætla að vera grounded á íslandi þangað til að ástandið lagast.

Ég hef áhyggjur af þessu kreppu ástandi samt hef ég þannig séð ekkert til að hafa áhyggjur yfir :)
Skulda ekki krónu, þannig að ég hef enginn lán sem geta rokið upp úr öllu valdi, ég á ekki hús.
Ég á tvo bíla sem borga með sér, sérstaklega gula hættan sem eyðir sama og engri olíu.
Við erum bæði að vinna með skóla, og höfum það afskaplega gott. Samt erum við að nurla með hverja krónu :) Gott að vera sparsamur.

--------------------------------------------

Ég ætla að láta eitthvað gott af mér leiða, ég er búin að skrá mig á námskeið hjá Rauða krossinum til að gerast heimsóknar vinur. Var að hugsa um að taka Dímu eða Charly með mér í þetta verkefni, fer eftir því hvort er betra. Díma er allavega vön að fara í lyftur og er afskaplega mikill knúsari. En Charly hefur svona jafnara geðslag en Díma og móðgast ekki eins fljótt og hún.

Næstu helgi er svo hundsýning og afmælið mitt :) Ég verð 24 ára, hundgömul. Ætli ég haldi ekki eitthvað smá kökuboð á sunnudeginum þar sem að ég veit ekki alveg hvenær ég losna frá hundasýningunni á laugardeginum.

Nú eru 22 dagar í að Charly komi heim..

Ég fór með Helenu í gær í kramhúsið í prufu tíma í Afró dans þetta var alveg afskaplega gaman og góð hreyfing bara eftir 30 mín var ég alveg rennandi sveitt, en ég sá það strax að þetta er ekki dans fyrir mig. Held að þessi dans fari betur styttri konum með smá mjaðmir og smá hreyfanleika í kroppnum.
Ég var eins og spítukall, ég á svo erfitt með fallegar hreyfingar ekki til ein flott hreyfing í kroppnum mínum þannig að ég hef ákveðið að fara frekar og æfa robota dansinn þar sem maður má vera eins og spítukall ég væri bara örugglega mjög góð í róbóta dansinum.

Jói og Charly eru núna á leiðinni til Íslands eftir að vera næstum því búnir að missa af fluginu sínu :S Olga þurfti aðeins of langan tíma í að kveðja voffan sinn, skiljanlega..

En Jói var ekki kominn út í vél fyrr en 10 mín í tvö en vélinn átti að fara kl 2 :P

Jæja ekkert meira í bili..


Tad er buid ad vera brjalad ad gera hja okkur buin ad traeda oll sofn i London. Erum nuna adeins ad chilla i Hyde Park svo bara heim a morgun




Vid erum komin a Wembley! Saetin okkar eru rosalega god, aettu lika ad vera tad midad vid hvad eg borgadi fyrir tau :)
London er aedi en faranlega dyr borg. Erum buin ad fara i raudum straeto ut um alla borgina, London zoo, madam tussaude(veit ekki hvernig a ad stafa tad). Hotelid er a godum stad og allt mjog fint. A morgun er tad svo tower of london, london dungen, tower bridge og science museum. Mikid ad gera.

Nú er komið að því að skella sér til London á Madonnu tónleika... Þetta verður stuð vonandi við förum út á morgun og komum heim á sunnudaginn. Þá fer Jói reyndar strax út aftur að ná í hann Charly til Amsterdam. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Charly hundur.

Annars er ég bara byrjuð í skólanum á fullu, mjög spennandi nám vonandi bara að ég drullist til að ná öll um jólinn...

Ég er eitthvað voða löt við að blogga enda finnst mér ég bara ekki vera að gera neitt merkilegt þessa dagana :S

Nema auðvitað byrja í nýju námi, fá nýjan hund, fara til London, sjá Madonnu live, og margt margt fleira...

Well ble í bili

Newer Posts Older Posts Home