Afró dans

Ég fór með Helenu í gær í kramhúsið í prufu tíma í Afró dans þetta var alveg afskaplega gaman og góð hreyfing bara eftir 30 mín var ég alveg rennandi sveitt, en ég sá það strax að þetta er ekki dans fyrir mig. Held að þessi dans fari betur styttri konum með smá mjaðmir og smá hreyfanleika í kroppnum.
Ég var eins og spítukall, ég á svo erfitt með fallegar hreyfingar ekki til ein flott hreyfing í kroppnum mínum þannig að ég hef ákveðið að fara frekar og æfa robota dansinn þar sem maður má vera eins og spítukall ég væri bara örugglega mjög góð í róbóta dansinum.

Jói og Charly eru núna á leiðinni til Íslands eftir að vera næstum því búnir að missa af fluginu sínu :S Olga þurfti aðeins of langan tíma í að kveðja voffan sinn, skiljanlega..

En Jói var ekki kominn út í vél fyrr en 10 mín í tvö en vélinn átti að fara kl 2 :P

Jæja ekkert meira í bili..

3 Comments:

  1. Anonymous said...
    þetta er víst algengt í ættinni.. ég er sjálfur spítukall en kann tvær hreyfingar, áfram og stopp :P
    Anonymous said...
    Hey ég fór einu sinni í afró dans í FSU á Kátum Dögum og það var frekar spes en þetta venst svosem, en alls ekki fyrir mig, þessar hreyfingar eru greinilega ekki í ættinni.. við erum svo hreynn kynstofn getum huggað okkur við það! 8-)
    Anonymous said...
    Þetta átti að vera HREINN! En ekki það að ég hafi e-ð á móti 'ó' hreinum kynstofnum alls ekki

Post a Comment



Newer Post Older Post Home