Þá er þetta komið á hreint. Við Jói erum dugleg að taka til en og þetta er stórt EN við erum bara svo miklu duglegri að skíta út hehe..
Ég þreif allt á föstudaginn og það sést ekki í dag 3 dögum seinna. Við erum nú bara tvö, tvö og hálf ef við teljum Dímu með, sem á alveg sinn skerf af mosa sem hún sér um að bera inn..

Ég skil þetta ekki við erum líka alltaf að taka okkur á og reyna að ganga betur um, en það kemur með auknum þroska..

Annars er allt bara brilljant að frétta ég byrjaði í versluninni í dag, bara gleði..
Ég fór í krabbó skoðun í dag og fæ að vita út úr henni eftir tvær vikur. Núna er þetta bara win/win staða því að ef ég þarf að fara í aðgerð þá er hægt að laga ör sem ég fékk eftir síðustu aðgerð sem er að gera mig gráhærða og ef ég þarf ekki að fara í aðgerð þá er það bara frábært.
Maður þarf að vera bjartsýnn ég get ekki tapað :)

Loksins loksins..

Ég er að hætta í söluráðgjöfinn og er að fara aftur í verslun í Ármúla.
Byrja þar á mánudaginn og hætti svo alveg hjá Símanum 20.ágúst.
Þá ætla ég að skella mér í skóla..


Marco vinur minn gaf mér bílinn sinn :) þetta er Polo 98 ekinn 107þ 1.9l dísel. Þegar ég náði í hann í gær þá leist mér sko ekki á blikuna ógangfær og gaurinn sem var að nota hann sagði að viðgerðin myndi kosta 80 þúsund. En Jói og Skúli bifvélavirki komu honum í gang fyrir 300 kr. Og núna er bara ekkert að honum. Snilldar gjöf :)


Það er sko óhætt að segja að ég sé orðinn púðla manneskja nr 1 á Íslandi hehe... Eins og staðan er í dag. Ég á Standard Poodle ég á lénið poodle.is og svo var ég að fá einkanúmerið Poodle gefins frá mömmu og pabba! Vantar bara perm í hárið og þá er ég eins og Poodle :)

Newer Posts Older Posts Home