Jæja fannst vera komin tími á að blogga um þetta :)
En fyrir þá sem ekki vita þá erum við Jói búin að festa okkur hund, Standard Poodle tík sem heitir því fallega nafni Díma.
Hún er fædd 31.okt og við fáum hana heim 31.des daginn eftir að við komum heim frá Austurríki. Ég myndi taka hana fyrr en við komum ekki heim fyrr en um miðnætti 30.des :(
Heimasíðan hjá ræktandanum er www.standardpoodle.tk eða www.dyraland.is/dyr/54081
Hún er þessi með rauða bandið.

Kveðja,
Stoltu foreldrarnir :D


You like? :p



Þú fellur fyrir prinsum.





Sé karlkynið flokkað í prinsa, froska, proska og frinsa er ljóst að þú laðast að kóngi dýraríkisins, prinsinum. Þráðbeinar, hvítar tennur hans skína jafnskært og gljáfægð kórónan og fáir geta staðist íþróttamannslegan vöxt hans. En ekki er allt gull sem glóir, oft er flagð undir fögru skinni, dæmdu ekki bókina eftir kápunni (allt er þegar þrennt er).




Prinsinn er vissulega sjarmör. Hann gleymir ekki afmælisdeginum þínum, brúðkaupsdeginum eða jólagjöfinni. Þegar maður er í för með prinsinum þarf ekki að hafa áhyggjur af því að hurð fletji út á manni andlitið eins og þegar farið er út með froski - prinsinn heldur dyrunum opnum eins og sönnum herramanni ber að gera. Auk þess skilur prinsinn aldrei eftir sig skítuga táfýlusokka á stofugólfinu. Þvert á móti. Hann er lipur með kústinn og veigrar sér ekki við heimilisstörfum. Hann á það meira að segja til að hrista fram úr erminni heimatilbúna, þriggja rétta máltíð - án þess að blása úr nös.




En því miður er prinsinn mjög meðvitaður um eigið ágæti. Ekki láta það koma þér á óvart þótt aðgangur þinn að speglinum minnki ákveðir þú að eyða lífinu með prinsi. Prinsinn á það nefnilega til að standa löngum stundum fyrir framan hann, hnykla vöðvana og syngja lagið "I'm too sexy" með Right Said Fred: "I'm too sexy for my shirt, too sexy for my shirt. So sexy it hurts." Hárþurrkuna og hársléttarann þinn munt þú ekki lengur fá að hafa út af fyrir þig og ekki láta þér bregða þegar andlitskremið þitt er skyndilega búið. Prinsinn þarf jú að viðhalda fegurð sinni og æsku. Síðast en ekki síst skaltu búa þig undir að vera ávallt í öðru sæti í lífi prinsins, því skotnastur er hann í sjálfum sér. (Froskurinn hljómar ekki sem svo slæmur kostur núna!)



Fellur þú fyrir prinsum eða froskum?

Cheerios með vatni er ekki gott...

Ég er semsagt með smá tilraun í gangi, ég er búin að vera svo slæm í maganum og læknirinn minn heldur að ég sé með glútein óþol. Þannig að ég ákvað að prufa að sleppa glúteini og taka bara mjólkur vörur út í leiðinni :D
Þannig að ég veit ekkert hvað ég á að borða en ég er betri í mallanum..

Enda er ég búin að léttast um 12 kg og ég var ekki einu sinni í megrun.

En ég mæli ekki með því að sleppa mjólk með cheeriosinu, það er bara vont :(


Jeff Dunham er nýja uppáhaldið mitt og ég var bara að fatta hann í síðustu viku :D
Þannig að ég vildi bara deila þessari snilld með ykkur og benda á uppistandið hans Arguing with myself þetta er snilld.
Svo er smá sketch hérna með Achmed the dead terrorist.

Það eru vonandi miklar breytingar framundan :D
Þetta er allt á réttri leið...

Ég veit ekki alveg hvernig breytingar en vonandi rosa góðar breytingar, sem bæta líf mitt og þeirra sem þurfa að umgangast mig og þola :P

Annars er ekkert merkilegt að frétta, ekki nema að alllt virðist vera smella saman og ég er rosa bjartsýn á framtíðina.




Síminn er loksins farin að styðja við rétta liðið, Mafíu Vesturbæjar KR :D
Ég er rosa stolt af Símanum fyrir að hafa valið rétt lið :)

Í gær var reunion hjá ´85, ´84 og ´83 árganginum frá Stokkseyri og Eyrabakka.
Fyrst borðuðum við á Rauða húsinu og svo var farið í íþróttahúsið á Stokkseyri.
Gaman að hitta þá sem maður hafði ekki séð lengi, en það vantaði samt fólkið sem manni langaði mest að sjá, sem maður hefur ekki séð í 7 ár.
Svo nennti ég ekki að vera þarna mikið lengur þannig að ég fór til Helenu og svo í bæinn.
Í dag fór ég í smá verslunarleiðangur með mömmu og Stebbu, við fórum fyrst í Smáralindina svo í nýju gæludýrabúðina í Hafnarfirði og just4kids búðina og ég held að íslendingar séu að verða bilaðir það var allt pakkað og það var ekki mikið varið í gæludýra búðina né dótabúðina.

Þegar maður gekk inn í dótabúðina þá þurfti maður að labba allan hringinn eins og í völundarhúsi og svo þegar maður hélt að maður væri að sleppa út þá reyndist það vera vitleysa þannig að maður þurfti að snúa við og fara til baka.

Mér fannst þetta góð ástæða til að blogga :P

Litla trippið er búið að panta sér tíma í klippingu og komin tími til, fór síðast fyrir 5 mánuðum :P Þannig að ég er komin með myndalega rót.
Og ég er svona að vera komin með hugmynd að því sem ég vill gera. Pantaði mér reyndar ekki tíma fyrr en 24.nóv en það er sama dag og jólahlaðborð Símans er þannig að það verður gaman að því.




Þetta eru allir bangsanir sem fá að deila rúmi með mér :D
En því miður eru nokkrir sem eru ekki svo heppnir og fá að vera í svörtum ruslapoka uppi á lofti :S
Stóri brúni voffinn heitir Kátur og er keyptur í IKEA einhverntíman fyrir 1991 Held 1990, Þegar Ikea var í Kringlunni(Húsi verslunarinnar). Svo er það Asninn sem heitir bara Asni sem ég fékk 2002. Svo eru það yngstu meðlimirnir tveir hvítir tígrar frá Danmörku Valdi og Sara, En þegar ég keypti þau þá var ég líka að styrkja WWF, ég fékk Valda 2005 og svo keyptum við Jói Söru í sumar svo ég hefði eitthvað til að knúsa á meðan við værum að keyra :S
Já og ég er víst ekki tveggja ára en ég hef bara virkilega gaman af tuskudýrum, það hlýtur að vera eitthvað í fjölskyldunni því að ég er viss um að Jenni sofi ennþá með Ofur-Bangsa :)

Kátur er samt uppáhaldið mitt því hann er fyrsti hundurinn minn, afþví að ég mátti ekki fá alvöru hund. Og hann var draumategundinn mín Buff cocker spaniel :D

Kveðja Bangsa stelpan :P

Í gær hélt mamma svaka afmælispartý heima til að halda upp á fimmtugsafmælið sitt. Það var rosa fjör og alveg pakkað af liði, partýið var alveg til 3 um nóttina en þá var ég orðin of þreytt til að halda mér vakandi.

Ég er komin með nýtt verkefni en það er að læra að búa til heimasíðu og já ég veit hvað þið eruð að spá :P "Hver kann það ekki?" Ég kann það ekki :S
Þannig að ég dl prufu útgáfu af dreamwever og er að reyna að læra á hann. Það gengur bara svona lala en það verður gaman að sjá hvað kemuru út úr því :D

Newer Posts Older Posts Home