Ef ykkur langar að gefa mér jólagjöf þá langar mig í þessa hluti :P

Eyrna hitamæli einhvern góðan sem virkar.

Falleg stór handklæði

Skærasett til að klippa voffana.

Hundasnyrtiborð

Hárblásara fyrir hundana (eru rándýrir en hver veit hvað ykkur langar að gefa mér)

Föt ég veit ekki hvað stærð ég nota þar sem ég er að þenjast út eins og hvalur og verð örugglega orðinn 100 kg um jólinn.. Langar í flíspeysu.

Fullt af bókum til að lesa helst spennusögur eða einhverja fyndnar bækur svona gellu drama.
Langar að lesa nýju bókina hennar Yrsu Sigurðardóttur.

Teppi á gólfið 140x200 t.d. hentug stærð

Hlýtt teppi til að hafa yfir sig þegar maður horfir á TV

Pasminu eða sjal

Kuldaskó nota nr 39 langar í eitthvað líkt UGG boots bara sætari

Gjafabréf í dekur (þarf virkilega á því að halda)

DVD eitthvað rómó og skemmtilegt sem maður nennir að horfa á 100 sinnum

Fallega mynd á vegginn..

Trefil, húfu og vettling eitthvað rosa hlýtt til að geta farið út með voffana mína í frostið

Legghlífar helst svartar (ballerínu fást í skarthúsinu)

Hitapoka með vatni og helst loðinn..

Straubretti (don´t ask)

Sokka og mikið af þeim (eitthvað sem ég nenni aldrei að kaupa)

Eitthvað fallegt í stofuna mína..

Nammi og mikið af því (steranir að tala)

Sængurver

Góða handbók um eitthvað sem nýtist mér, þið verðið bara að ákveða hvað ég þarf að læra :)

Skartgrip frá siggu og timo(rosa hrifinn af hjartalínunni þeirra) eða Tous í smáralind

Iroomba ryksugu afþví að ég er of löt.

Gjafabréf á brunch á nordica :) namm namm (ennþá steranir að tala)

Slökkvitæki (held að það sé ekkert hérna á neðri hæðinni hjá okkur)

Hard Candy diskinn með Madonnu. Vantar líka tónleika dvd með The Girlie Show,Drowned world tour, Reinvention tour, who´s that girl world tour og the virgin tour auðvitað allt með Madonnu :P

Apple fartölvu ef einhver vill eyða miklu í mig..

Sundbol góðan frá speedoo

15# blað í Andis rakvélina mína, fæst í Dýrabæ.

Pillubox fyrir gamalmenni sem þurfa að taka mikið af dópi

Man ekkert fleira í bili svo ef þið hafið ákveðið að kaupa ekkert í ár út af kreppunni þá er ég bara alltaf til í knús það kostar ekkert.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home