Ég er nýbúin að greinast með sáraristilbólgu eins og ég hefði ekki nóg fyrir..

Ekki að þetta eigi að vera eitthvað vorkunnar blogg en ég er búin að vera slatti veik og var lögð inn á St. jóseps spítala í síðustu viku, sem er bara besti staður ever :) yndislegt fólk að vinna þar og svo gott andrúmsloft..
Þar fékk ég fullt af sterum sem eiga að halda sjúkdómnum niðri og og líka járn í æð, það var búið að blæða svo mikið úr ristlinium að ég var orðinn alveg járnlaus. Ég fór nefnilega í blóðprufu fyrir tveimur vikum og þá var ég 11 í járni en á fimmtudaginn mældist ég 1 í járni.. Sem er víst bara það minnsta sem mælist..

Þannig að ég hef fengið 3 poka af járni í æð og fæ svo tvo í viðbót, Sem betur fer var ég með nóg af blóði enda hefði ég ekki tekið það í mál að fá blóðgjöf finnst bara ekkert ógeðslegra þar að segja ef það er ekki lífsnauðsynlegt..

Núna er ég bara uppi í mosó að slappa af og jafna mig ennþá með fullt af verkjum og útþaninn kvið en þetta hlýtur að fara að lagast fljótlega vonandi..

Hlakka til að fara út að labba með voffana og knúsa þá og kyssa ..

Jói er búin að standa sig eins og hetja einstæður faðir með tvo hunda :)
Og ekki bætti það ástandið að Díma ákvað að herma eftir mömmu sinni og verða líka slöpp í mallanum, en sem betur fer er það yfirstaðið..

Annars er bara allt gott að frétta ætlum að reyna að fara upp í sumó um helgina ef heilsan leyfir til að læra og slappa ennþá betur af..

2 Comments:

  1. Solla Gella said...
    Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég hef gefið blóð, svo ég geti þá allavega logið af sjálfri mér að það sé mitt blóð sem ég fæ, ef ég þarf að fá blóðgjöf :)
    hihi
    Anonymous said...
    æjæj láttu þér batna veikilíus! ég er sjálf svo lág í járni að ég má ekki gefa blóð :/

Post a Comment



Newer Post Older Post Home