Jæja þá eru jólin búin, þetta voru ágæt jól þó að ég hafi misst af mestu jólaundirbúningnum :s

Fyrstu jólinn þar sem ég borða ekki hangikjöt eða hamborgarahrygg..
Bara kalkún öll jólinn enda þolir maginn minn ekki svona jóla reykt salt kjöt.

Ég þurfti ekki að skila eða skipta neinni gjöf nema stígvélunum frá mömmu og pabba sem voru of lítil en það er nú ekki alvarlegt.. Þannig að það voru allir að hlusta vel á mig þessi jólinn..

Núna eru allir farnir aftur í skóla eða vinna nema ég, ég hangi bara heima og bora í nefið :P Ég fór í gær og borðaði þessa blessuðu myndavél, mjög spennandi. Svo byrja ég vonandi á lyfjunum bara núna fyrir helgi..

Þar sem ég varð að hvíla háskólann í bili fram að haust, þá datt mér í hug að taka tvo eðlisfræðiáfanga þangað til, langaði alltaf að kunna meira í raungreinum og þar sem að þetta lukkaðist svona helvíti vel með efnafræðina í fyrra þá hlýt ég að geta það sama með eðlisfræði..

Svo er bara að krossa alla putta og vona að þetta nýja lyf geri kraftaverk :)

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home