Fýla veisla

Jæja þá er þessi blessaða helgi sem allir bíða eftir mætt!
Ekki að ég hafi ætlað mér að gera mikið um þessa helgi annað en að bíða eftir að vinnan byrji aftur svo ég geti aftur farið að bíða eftir að helgin byrjar :)
já svona gengur þetta víst í hringi. Það var alveg magnað skemmtilegt að vinna í gær ótrúlegt hvað sumum kúnnum dettur í hug, t.d. spurði einn maður mig í gær hvað ég ætlaði að gera um helgina, ég sagði honum að ég væri að fara í fýla veislu og að ég færi alltaf að veiða fýl og svo væri ég með byssuleifi, kallinum leist alveg helvíti vel á þetta og þannig að hann bauð mér í nefið..
Annars er ég mikið búin að vera að pæla í hinum ýmsu áhugamálum sem ég gæti sinnt yfir veturinn en mér er svo sem ekki að detta neitt í hug, endilega koma með hugmyndir og það má ekki vera neitt föndur ég er jafn léleg í að föndra og Martha Stewart er góð í því..
Ég var að hugsa um að læra að verða bílasali það gæti verið skemmtilegt, ætti ekki að vera erfitt þar sem flestir bílasalar eru alveg hauslausir og þeir hafa komist í gengum þetta nám..
Annar gerðist það í gær, þegar ég var að fara að sofa að ég heyrði eitthvað brölt uppi þannig að ég fór fram greip skæri í aðra hendina og ætlaði að ráðast á innbrotsþjófin þá kom það í ljós að þetta var bara Blaðið að mæta í hús, þannig að ef þið sjáið auglýst eftir blaðbera í 107 rvk þá er það ekki mér að kenna :) já og á meðan ég var á leiðinni upp að athuga hver væri þarna á ferð þá faldi Jói sig fyrir aftan mig ;) öflugur karlmaður þar á ferð..

1 Comment:

  1. Anonymous said...
    ég var eins fá klæddur og hægt er að vera.

    Vildi ekki hræða blessaða gestinn.

Post a Comment



Newer Post Older Post Home