Þreytt

Ég er búin að vera að gera út af við mig undanfarna daga.
Ég vill helst gera sem mest á meðan mér líður vel en ég fæ það oftast í hausinn :(

Samt bara gaman skutlaðist í Garð og rakaði Selmu systir Dímu, fékk æðislega púðla tösku að launum takk kærlega fyrir mig Mikka ;)

Er búin að fara í nokkrar heimsóknir með Dímu og Charly til fólks sem langar í Poodle.
Mjög gaman að hitta fólk sem hefur jafn mikinn áhuga á púðlum og ég.

Charly er byrjaður á hlýðni námskeiði í Gallerí Voff, ég er að fara í 5 skiptið og alltaf jafn gaman Ásta Dóra er náttúrulega bara snillingur.

Í gær var ég svo að baða og blása Dímu í 6 tíma það fór alveg með mig :S fyrir utan það að ég var fastandi fyrir stutta ristil speglun, sem ég fór í, í dag.
Útkoman var ekki alveg það sem ég hefði viljað en ég vissi samt alveg að þetta liti ekkert vel út enda einkenninn ekkert að minka :(
Ég er samt alltaf að fá meiri og meiri orku

Svo styttist óðfluga í Svíþjóðar ferðina okkar það er búið að para aðra tíkina sem við ætlum að fá hvolpa undan og hin fer vonandi að lóða fljótlega svo er bara að krossa putta og vona að allt gangi upp og við fáum tvö heilbrigð hvolpaskott getið kíkt á www.huffish.se

Svo er ég að reyna að finna ræktunarnafn fyrir mína ræktun held að ég sé komin með það.. Ætla að sækja um það á mánudaginn.

Svo er ég að fara í Remicade á morgun ef ég er hitalaus krossa bara putta og vona það besta.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home