Helgin

Busy helgi, á föstudaginn man ég bara ekki hvað ég var að gera :D
Örugglega eitthvað skemmtilegt.
Á laugardaginn fórum við í jarðarför og eftir hana þá rúlluðum við í bæinn og ég og Stebba fórum í bíó.
Á Pirates of the Caribbean: At World's End sem er bara fín en allt of löng, eða þá að maður þarf að sleppa því að fá sér að drekka :S á meðan myndinn er.
Á sunnudaginn þá byrjaði ég á því að taka til í herberginu mínu sem ég hef ekki gert í margar aldir afþví að ég er aldrei þar.
En það var mjög spennandi og ég fann alveg fullt af dóti síðan ég var lítil. T.d. gerðum við verkefni um Benjamín Dúfa 1997 og við áttum að senda höfundinum bréf. Ég sendi honum líka bréf og skrifaði svo í lokinn "p.s. má hundurinn minn leika í næstu mynd frá þér" haha.
Eftir tiltekt skruppum við Jenni upp á Esju, og eins og síðast þá var ég næstum því dauð tvisvar úr þreytu.
Eftir labbið fórum við heim til mín í humar og kjúlla.
Um kvöldið þá fórum við Jói hring á ródó. Við vorum samt ekki þessir hálfvitar sem voru að stinga lögguna af.
Í dag var ég svo að hugsa um að fara að skjóta.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home