XP is back

Ég gerði smá tilraun með windows Vista, ég var mjög skotin í því fyrst en svo þegar ég ætlaði að gera eitthvað í tölvunni þá var ég ekki alveg jafn hrifinn, og þar sem ég er aðalega með tölvuna til að gera eitthvað í henni ekki bara horfa á fallegu myndinar þá var það ekki alveg að virka fyrir mig.
Þannig að ég keypti mér nýjan harðandisk 120 gb og fékk mér aftur xp :) núna get ég loksins horft á despó aftur :P
Og þar sem ég er forfallinn sims spilari (ekki dæma mig) þetta er kvenkyns útgáfan af world of warcraft :P
Þá keypti ég mér nýja leikinn í leiðinni, gott að hafa hann þegar maður er heima veikur eins og ég er alltaf.

Það nýjasta í veikinda sögunni minni er að ég er að fara í aðgerð eftir 2-4 vikur ekki komin dagsetning ennþá og er þessi aðgerð ekki gerð til að laga eitthvað ákveðið vandamál heldur til að athuga hvort það sé eitthvað vandamál. Þessi aðgerð kallast kviðarholsspeglun og er gert lítið gat á naflan minn og farið þar inn með myndavél og öll líffærinn skoðuð. Og ef það sést eitthvað þá er það bara lagað í leiðinni með því að gera tvö auka göt á mallan. En ef allt er í lagi þá er ég bara með pínku ponsu gat á naflanum sem sést ekki.
Annars er ég veik heima með hálsbólgu og kvef :P þetta er farið að vera algjört rugl

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home