Jæja þá eru komnir heilir tveir dagar frá aðgerðinni og mér líður mun betur, samt er ég ennþá hel aum í mallanum en þetta gengur mjög vel enginn hiti og saumarnir líta mjög vel út. Naflinn minn (sem ég hafði mestar áhyggjur af) lítur mjög vel út og ég held að hann verði bara alveg eins og nýr. Þannig að ég get sprangað um í bikiní í sumar því hin tvö götin eru fyrir neðan buxnastrenginn :P
Jói er búin að vera algjör hetja og hefur ekkert kvartað yfir því að þufta að lúlla á gólfinu. Hann getur nefnilega verið smá skellibjalla þannig að ég þorði ekki að hafa hann uppí ef ég fengi olnbogaskot í mallann. Þannig að þetta er búið að vera meira svona eins og sleepover heldur en kærustupar þessa dagana :) En ég reikna með því að hann verði farinn að kúra aftur hjá mér um helgina greyið :S
Í dag fór ég í jarðaförina hjá ömmu hans Jóa, rosalega falleg athöfn, Diddú var að syngja, rosalega flott. Ég er mjög glöð yfir að hafa haft heilsu í að fara. Ég fór líka út í kirkjugarð en ég þorði ekki að krossa yfir gröfina :S ég er orðinn svo slysahrædd eftir þessa aðgerð nógu vont er þetta fyrir vill ekki detta og meiða mig :( var líka alveg að farast úr hræðslu í bíl því að bílbeltið liggur akkurat yfir skurðinn :S
Svo vil ég óska Herdísi og Nonna til hamingju með nýja húsið og ég bíð spennt eftir innflutningspartýi

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home