Í gær bauð Jói mér á humarhúsið í tilefni dagsins..
Það var alveg brilljant gott. Humarhúsið er farið að verða svona eins og New York eitthvað sem ég geri á 3 ára fresti :P
Mætti reyndar alveg hafa stittri tíma á milli NYC ferðana :)
Ég fékk mér önd og svartfugl í forrét og 500 gr af hvítlauks humri í aðalrétt og hvíta súkkulaði mús í eftirrétt.
Magamálið hefur eitthvað minkað síðan síðast því að ég gat varla borðað helming af humrinum, en síðast borðaði ég allt og betur en það :P

Annars er ég búin að fá fullt af gjöfum t.d. áskrift af Glamour í heilt ár.
Leðurhanska, rúmteppi og kodda, gps tækið góða og margt fleira..

Ég á afmæli í dag!!
það eru víst nákvæmlega tuttugu og þrjú ár síðan ég fæddist.
Ég mun taka á móti gjöfum alla þessa viku og næstu þannig að það er nægur tími,
og ef þér finnst við ekki þekkjast nógu vel til að gefa mér gjöf, þá er tíminn núna til að kynnast mér betur :P
Þú gætir líka alveg komist upp með það að skrifa bara kveðju hérna á síðunni :D

Kveðja,
Afmælisbarnið :D


Ég er að sýna litla feimna stelpu á hundasýningu HRFI :D
Hún heitir Alexandra og er min pin algjört rassgat.
Setti hérna fyrir ofan mynd af hundi af sömu tegund :)

Ég er að verða slappur :( en ég læt það ekki stoppa mig :)
Ég neita að taka mér frí frá vinnu til að vera veik, ég gerði allt of mikið af því síðasta vor. En annars eru allir búnir að vera veikir í kringum mig þannig að það hlaut að koma að því að maður færi að finna fyrir þessu þó að Sigga Klara sé búin að vera dæla í okkur lýsi :P

Það sem er næst á dagskrá hjá mér er svo tveggja daga afmælisveisla fyrst í Egilshöllinni fyrir samstarfsfólk og mér fannst ekki alveg nóg að bjóða bara Síma fólki þannig að ég ákvað að bjóða öllum hjá Skipta :D
Svo er það familyan á sunnudaginn og ef þú ert í familyunni(já þetta er mafía) þá er þér boðið :)

Mig langar í hænu :D
Ég var að skoða verðskrá fyrir íslenskar hænur og þær kosta bara rosalega lítið.
Þannig að væri ekki gaman að fá sér hænu og vera alltaf með fersk egg.
Svo ef það gengi rosalega vel með hænuna þá gæti ég kannski bætt einni geit við.
Og fengið geita mjólk :P
Kannski bara að hafa geitina í staðin fyrir hund, fara með hana út að labba og svona.
Annars er það nýjast í fréttum að ég er að fara til Egilsstaða í byrjun okt.
Í skemmtiferð :p eða það finnst mér.

Annars er ég alveg sokkin ofan í The starter wife sem eru ágætir þættir þó að ég þoli ekki Debru Messing, mér finnst hún svo leiðinleg leikona. En þetta er góð upphitun áður en despó og Grey´s fer í loftið :)


Það er símaklefi á staðnum :) Eins og þessi fallegi símaklefi sem staðsettur er á Blönduósi.

Ég ætlaði að blogga um Akureyri en það sem gerist á Akureyri, helst á Akureyri.

Ég er að passa litlu voffana mína Alex og París og guð hvað ég er orðin þreytt á þeim. Þeir eru ekki aldir upp fyrir fimm aur :S
Alex er alltaf að reyna að merkja allt. Ég er orðin svona frekar þreytt á þessu og það þarf alltaf að passa að hann fari ekki á þennan eða hinn staðinn svo hann merki ekki. Þetta er verra en að vera með hvolp.

Annars er ég að reyna að læra ótrúlegt en satt, loksins búin að ákveða hvaða áfanga ég ætla að taka. Ég ætla að skrá mig úr tveimur áföngum og taka því bara 9 einingar ég held að það sé bara fínt með fullri vinnu. Ég sagði mig bara úr þeim áföngum sem eru ekki undanfarar að neinu og sem mest ritgerða vinna er í.
Þannig að núna er ég í stæ sem er bara lokapróf í, Fjárhagsbókhaldi og hagnýtri tölvunotkun sem er próflaus.
Þannig að það er vonandi að ég drösli mér í gegnum þetta.
Og haldi áfram eftir áramót, Það er bara mun erfiðara að vera í fjarnámi maður þarf að hafa svo mikinn aga á sjálfum sér. Sem ég bý ekki beinlínis yfir :(



Það er greinilega staðurinn í dag.
Það eru allir á leiðinni þangað.
Spurning um að pakka bara niður og flytja norður.

Ég held að ég hefði gott af ferska loftinu þarna :P
Svo er fólk svo nice fyrir norðan, en það er kannski bara á meðan maður er í heimsókn svo þegar maður er fluttur þá breytist það í græn skrímsli :S

Ég hef ekkert að segja, rosa sorglegt!

Ég er farin að þrá það að sofna kl 10 á kvöldin.
Ég ætlaði að gera það í kvöld en núna er klukkan orðinn 22:19 og ég finn enga löngun til að leggjast upp í rúm og loka litlu ljótu augunum mínum.

Ég veit að þetta er ekki flókið, ég þarf bara að leggjast upp í rúm og fara að sofa samt get ég ekki bara gert það, guð ef allir hefðu jafn flókin vandamál og ég :P

Jæja ég ætla að reyna þetta og ef ég verð ferskari en andskotinn á morgun þá vitiði afhverju :D




Ég er ekki frá því að Alex og París séu með frægari hundum á stígum Ægisíðurnar.
Ég er stanslaust að heyra nafnið þeirra kvíslað þegar ég er að labba með þá.

Jæja þá er Óvissu ferðin með stóru Ói búin og gékk bara svona helvíti vel.
Var reyndar frekar stutt en snilld að hafa tvær rútur sem gátu þá farið á mismunandi tímum.
Við fórum á Indriðastaði í Skorradal held ég :P
þar fórum við í allaskonar leikí, áttum að byrja á því að nefna liðið okkar og finna upp heróp og sigurdans, sem við fengum nú ekki oft að dansa :(
Við töpuðum fyrir svörtu sauðunum.

Eftir það var matur í hlöðunni þessi líka góða blómkálssúpa það má kannski koma fram að ég hef engan samanburð því þetta er í fyrsta skipti sem ég borða svona súpu ;P
Svo eftir það var lambalæri, ég skil ekki þetta mál með íslendinga og lambalærin þeirra þau eru plain vond. Það á bara að nota þennan hluta af rollunni í refa mat eða eitthvað.

Svo var bara dansað fram eftir nóttu. Mig minnir að ég hafi verið að koma heim um 3.
var ekki mikið að líta á klukkuna.

í gær var bara slappað af og reynt að taka því rólega :)

Newer Posts Older Posts Home