hundalíf

Ég er að passa litlu voffana mína Alex og París og guð hvað ég er orðin þreytt á þeim. Þeir eru ekki aldir upp fyrir fimm aur :S
Alex er alltaf að reyna að merkja allt. Ég er orðin svona frekar þreytt á þessu og það þarf alltaf að passa að hann fari ekki á þennan eða hinn staðinn svo hann merki ekki. Þetta er verra en að vera með hvolp.

Annars er ég að reyna að læra ótrúlegt en satt, loksins búin að ákveða hvaða áfanga ég ætla að taka. Ég ætla að skrá mig úr tveimur áföngum og taka því bara 9 einingar ég held að það sé bara fínt með fullri vinnu. Ég sagði mig bara úr þeim áföngum sem eru ekki undanfarar að neinu og sem mest ritgerða vinna er í.
Þannig að núna er ég í stæ sem er bara lokapróf í, Fjárhagsbókhaldi og hagnýtri tölvunotkun sem er próflaus.
Þannig að það er vonandi að ég drösli mér í gegnum þetta.
Og haldi áfram eftir áramót, Það er bara mun erfiðara að vera í fjarnámi maður þarf að hafa svo mikinn aga á sjálfum sér. Sem ég bý ekki beinlínis yfir :(

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home