óvissa

Jæja þá er Óvissu ferðin með stóru Ói búin og gékk bara svona helvíti vel.
Var reyndar frekar stutt en snilld að hafa tvær rútur sem gátu þá farið á mismunandi tímum.
Við fórum á Indriðastaði í Skorradal held ég :P
þar fórum við í allaskonar leikí, áttum að byrja á því að nefna liðið okkar og finna upp heróp og sigurdans, sem við fengum nú ekki oft að dansa :(
Við töpuðum fyrir svörtu sauðunum.

Eftir það var matur í hlöðunni þessi líka góða blómkálssúpa það má kannski koma fram að ég hef engan samanburð því þetta er í fyrsta skipti sem ég borða svona súpu ;P
Svo eftir það var lambalæri, ég skil ekki þetta mál með íslendinga og lambalærin þeirra þau eru plain vond. Það á bara að nota þennan hluta af rollunni í refa mat eða eitthvað.

Svo var bara dansað fram eftir nóttu. Mig minnir að ég hafi verið að koma heim um 3.
var ekki mikið að líta á klukkuna.

í gær var bara slappað af og reynt að taka því rólega :)

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home