Við ákváðum í vetur að labba einu sinni í viku upp á Esjuna, þannig að það var kominn tími til að byrja enda er 1.júni á föstudaginn :)
Við ákváðum að drifa okkur af stað kl 2 og ferðin upp og niður tók tvo tíma. Stefnan fyrir haustið er að fara upp og niður á innan við klst, ég veit að Jói getur það léttilega en það er ekki hægt að segja sömu sögu um mig :P á meðan Jói var hlaupandi eins og hauslaus hæna út um allt, þá rétt náði ég í rassgatið á honum móð og másandi.
Ekki hægt að segja að formið sé upp á marga fiska.
En til þess er nú leikurinn gerður, koma mér í betra form.
Núna er ég líka kominn með svo góða umbun í lok hverjar ferðar, hoppa beint í pottinn þegar ég kem heim og hita vöðvana.
Þetta hefur verið alveg mögnuð löng helgi á laugardaginn fórum við í partý til Heigga sem var algjör snilld. Í gær fórum við svo loksins að skjóta :) og ég verð að segja að byssan mín var alveg að standast væntingar, þarf bara að láta stytta á henni skaftið svo að hún passi mér betur. Þetta var rosa gaman enda búin að bíða eftir því að prufa hana síðan ég fékk hana í Janúar að mig minnir.
Ég er búin að vera að hjóla líka til að koma mér í form hjólaði 24 km um helgina, þannig að ég er svona nett þreytt núna og er bara að bíða eftir því að kl verði 10 svo að ég geti farið að lúlla :)



0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home