Þá er maður kominn heim og það er ekki beinlínis gott veður sem tekur á móti manni, bara slabb og kuldi burr..
En ég er samt rosa glöð að vera komin heim var alveg að gefast upp á þessu labbi, það er svo erfitt að elta Jóa þegar hann hoppar á milli búða(já, hann verslaði meira en ég).
Annars var þetta voða nodó komast í smá hita og slappa af í nokkra daga akkurtat það sem maður þurfti líka gott fyrir svona flughrædda manneskju eins og mig að komast í flug, svo ég detti ekki úr þjálfun.
Annars lenti systir hans Jóa í 4.sæti sem sagt 91 stelpurnar en 91 strákarnir urðu norðurlandameistarar.
Svo er ég með alveg glimrandi góðar fréttir :D
Ég var að fá niðurstöðurnar úr krabbameins rannsókninni og það er bara allt farið :D
Þannig að ég get verið alveg slök vonandi, fer bara í venjulega krabbaskoðun Nóvember og ef ekkert fynnst þá heldur þá er ég bara kominn með grænt ljós á að fara bara einu sinni á ári í skoðun.
Algjör snilld fynnst eins og það hafi verið tekið af mér þungt farg með því að losna við þetta :)

Annars er það ekki meira í bili ;)

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home