hóst hóst

Allt ágætt að frétta, ég komst ekki í Remicade síðast og er ennþá að bíða eftir að verða góð svo ég geti farið. Hjúkkan sagði að ég þyrfti að vera hress í viku áður en ég fæ að fara í Remicade, ég sagði þá bara við hana að ég myndi heyra í henni eftir hálft ár þar sem ég er alltaf eitthvað veik :S Er núna með eitthvað lungna vesen en það hlýtur að fara að lagast. Ég er búin að hósta svo mikið að ég er komin með verk hægra meginn. En Parkódín forte er nýi vinur minn slær alveg rosalega á hóstann.

Ég fékk samt skemmtilegt símtal í dag, verið að bjóða mér tekjutryggingu og þá spurði ég hann bara hvort að þeir ætluðu að tekju tryggja örorkubæturnar mínar :) Hann gat ekki alveg svarað þessu grey strákurinn.

Snædís litla fór í fyrsta skiptið á ævinni niður í fjöru í dag, voða fjör fékk góða sjógusu yfir sig og svona fjör. Hún fór einnig í fyrsta skiptið í klippingu hjá Sóley. Mikið að gera hjá henni enda var hún dauð þreytt þegar ég skilaði henni heim í dag.

Annars eru búnar að vera rosalega miklar umræður á netinu um Miss California og svar hennar við spurningu Perez Hilton, væri ekki gaman að hafa svona spurningar í Ungfrú Ísland :) Man ekki hvort það var í fyrr eða hitt eð fyrra sem einhver gella í Miss teen USA kom með furðulegasta svar í heimi. Hérna er svarið hennar. Og svo er hérna svar Miss California við spurning Perez. Gaman hvað bandaríkjamenn geta verið miklar gúrkur í hausnum..

Ég er líka að leyta að ábendingum um skemmtilega þætti. Er að horfa á Will og Grace núna hef aldrei horft á þá áður, ég er smá á eftir enda kominn 3 ár síðan þeir hættu.
En bara svona smá listi það sem ég er búin með
Friends
How I met your mother
30 Rock
Worst week
Gary unmarried
The Big bang theory
Sex and the city
Grey's Anatomy
Desperate Housewife's
Gossip Girl
Samantha Who?
Nip/Tuck
Pushing Daisies
Mad men
Já ég hef mikið af frítíma ;)
En mig vantar eitthvað annað verður að vera skemmtilegt og halda manni við efnið. Má vera drama, gaman eða spennu.

Annars vona ég að allir hafi það gott :)

1 Comment:

  1. Solla Gella said...
    Ertu ekki að horfa á 90210 ??????

    En allavega, þá finnst mér þetta yndislegt svar hjá stelpunni um af hverju bandaríkjamenn eru heimskir :)
    Meikar fullkomlega sens :)

Post a Comment



Newer Post Older Post Home