Löng og mjög skemmtileg helgi að baki. Var á hundasýningu alla helgina að sýna Charly og Sollý litlu krútt bombu..

Charly stóð sig eins og hetja og fékk íslenskt meistara stig og Alþjóðlegt meistarstig líka þá vantar okkur bara tvö íslensk og 3 alþjóðleg í viðbót..
Hann endaði svo í 4.sæti í tegundarhóp 9 en það voru 18 hundar að keppa með honum. Gaman að það gengi svona vel á fyrstu sýningunni okkar saman :)

Sollý var líka æði en hún fékk Very good og mjög góða umsögn en daman er aðeins of lítil.

Svo fór ég á fyrirlestur hjá Frank Kane í kvöld sem var BIS dómari sýningarinnar mjög athyglisverður fyrirlestur og það er ekkert smá gaman að vera komin aftur í hundana eftir langa pásu..

Hlakka líka til að geta farið að sýna Dímu aftur vonandi er hún búin að þroskast aðeins, verður gaman að sjá hvernig henni gengur ég ætla líka að leika mér við að klippa hana sjálf, var að panta skæri í síðustu viku..

Í dag var ég svo að dúllast með Snædísi en ég verð hjá henni núna alla daga fram í apríl á meðan það er verið að húsvenja hana.. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Snædís Bichon Frise hvolpurinn hennar Stebbu systir..

Annars er allt gott að frétta af öllum Jói að læra á fullu og ég að læra að vera sjálfstæð, algjör hetja get verið ein heima og keyrt út um allt, það þýðir að ég sé orðinn góð af kvíðanum :)
En maginn ég ætla nú ekki einu sinni að tala um hann.
Stera kinnarnar eru að minka sem betur fer, ég er reyndar mjög lág í járni þannig að ég fæ 5 poka :) en það er ekkert sem er ekki hægt að laga.

Ég er líka farinn að prufa nýtt verkjalyf eftir að ég fékk ofnæmi fyrir hinu og það virðist virka vel ég er ekkert sljó en verkjalaus sem er mjög gott..

En svo við nefnum magann kannski smá þá er voða misjöfn eftir dögum, klósett ferðirnar virðast vera að aukast aftur og ennþá blæðir endalaust :S Ég er líka byrjuð að finna fyrir mjög skemmtilegu einkenni sem er að koma aftur en það er að þurfa að fara á klósettið eftir hverja máltíð og finna til þegar ég borða. Ég finn líka til í liðamótunum núna eru það helst ökklarnir sem eru að pirra mig og svo blessuðu augun mín alltaf rauð og þrútinn :(

Þetta er bara afskaplega þreytandi glíma við þetta drasl og ég skil ekki hvað þetta tekur langan tíma, ég er samt betur fer að fá smá þrótt og styrk þó að ég sé járnlaus.

Þetta kemur vonandi allt að lokum, núna get ég bara látið mig hlakka til næstu sýningar sem er í Júni..

Annars erum við Díma og Charly farinn að lúlla..

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home