Kominn heim

Jæja þá er maður loksins kominn heim eftir 3 vikur í DK.
Það var alveg magnað stuð en manni var aðeins farið að langa til að komast heim í lokinn.
Við Jói flugum heim á fyrsta farrými enda vorum við fyrst til að tékka okkur inn í flugið :P
Héðan í frá ætla ég alltaf að mæta snemma út á völl til að tékka mig inn svo þess virði :)
Annars var ég logandi hrædd um að vera tekinn í tollinum, þar sem ég hélt að ég væri að smygla hníf inn í landið en svo kom í ljós að það var ekkert ólöglegt við þetta þannig að allt gékk vel og ég var reyndar ekki stoppuð :P
ég verslaði alveg ótrúlega mikið og mest þá af skóm, alveg heil 8 pör.
Ég ætlaði að kaupa mér leður mótorhjólagalla en hætti snögglega við það eftir að hafa mátað nokkra, ég er ekki með nógu sterka útlimi eins og Jói vildi orða það til að bera leðurgalla.
En Jói fékk sér galla sem kom okkur í skemmtilega mikla yfirvigt.
Ég fæ mér kannski leður þegar ég er orðin stór og sterk stelpa :)
Annars gerðum við alveg helling sváfum mikið út á morgnana, fórum í LEGOland, Djurs sommerland, Bakkan og Tivoli. Jói var nefnilega að uppgvöta svona garða :P
Svo fórum við í safarí um opnan dýragarð og fórum í dýragarðinn í köben.
Og alls voru keyrðir 4050 km í ferðinni og við vorum á alveg yndislegum Volvo.
Fórum ekki til Svíþjóðar eða þýskalands nenntum því ekki enda var þetta frí:P

En það er rosa erfitt að mæta aftur í vinnuna eftir svona langt frí, ég var búin að gleyma öllum lykilorðunum mínum þannig að það þurfti að reseta þau öll í morgun :P

Svo næstu helgi er það rafting djöfull verður það gaman :P

ble í bili

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home