Hundasund

Ég er byrjuð í átaki á líkama og sál :P
Síminn gaf öllum sundkort til að koma sér í form fyrir sumarið. Ég ákvað að taka það bara með trompi og byrja strax að synda, í gær náði ég 300m sem er ekki mikið en ég er í engu formi. Í dag fór ég samt 500 m en það var bara afþví að Jói harðstjóri fór með mér, og neyddi mig áfram :S
Á föstudaginn er svo komið að því sem ég hef verið að bíða spennt eftir, litla óvissuferðin hjá fyrirtækja sviðinu. Þetta er víst óvissu ferð með litlu ói en sú sem er með stóra Óinu er ekki strax. Verður vonandi algjört stuð.

Annars fundum við Jói bók um daginn sem heitir Kynlíf og er eftir Fritz Kahn síðan 1962.
Það er bara of mikið af skemmtilegum "staðreyndum" í þessari bók, t.d.

Vændiskonur og kynsjúkdómar
Vissast er að gera ráð fyrir að allar vændiskonur hafi kynsjúkdóma og ber í samlífi við þær að haga sér eftir því.

Hve oft má hafa samfarir í senn?
Flestir fá nóg við eina fullnægingu. Stinning Karlmannsins hverfur, konan þarfnast ekki frekari ástar, og bæði sofna sætt og vel.

Kafl VII. heitir Brúðkaupsnótt ig Hveitibrauðsdagar.

Og margt fleira mjög fyndinn bók og klárlega skrifuð af karlmanni.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home