Við fórum í smá sunnudags hjólreiðatúr í dag, byrjuðum í vesturbænum heima hjá Jóa og hjóluðum þaðan með Sæbrautinni í átt að Elliðaársdalnum þar sem ætluninn var að skoða einhvern skrítinn fugl. Ég var alveg við það að gefast upp þegar við komum að laugarásbíó og langaði helst að æla, guð hvað ég er í lélegu formi. Og ofan á lélega formið bættist svo haglél sem létu sjá sig í smá stund. En ég var barinn áfram og sé sko ekki eftir því, meikuðum það niður að Sprengjusandi og þaðan lá leiðin í gegnum Fossvoginn og loksins kominn með vindinn í bakið :) Fórum svo meðfram sjónum hjá Nauthólsvíkinni og heim. Þetta voru semsagt 22.5 km sem við hjóluðum og ég næstum því dáin tvisvar :P en hafði þetta að lokum :)
Ef Jói hefði ekki verið snillingur og keypt Freyju Hreysti og Sport drykk þá veit ég ekki hvernig þetta hefði farið örugglega hoppað upp í næsta strætó :)
En það góða við það er að ég losnaði við kvefið mitt, var búin að vera með kvef og hausverk í viku og finn ekki fyrir því núna.
Þannig að ég ætti að vera orðinn góð fyrir sjósundið á þriðjudaginn, kvíð reyndar smá fyrir sérstaklega þegar ég var að horfa á kalda nauthólsvíkina í dag, burrr..
En það verður gaman að sjá hvort að ég sé kettlingur eða tígrisdýr ;)