Í kvöld er forkeppninn fyrir eurovison og maður er alltaf með það á hreinu að Ísland muni rústa þessu en það gerist aldrei :S
Ekki nema þegar Selma komst nálægt því 1999 og ég man ekki eftir öðrum skiptum enda þá örugglega pínku lítil og sæt :P
Á þriðjudaginn var sundkarnival Símans til styrktar sundsambandi fatlaðra, þetta var algjör snilld ég náði að safna 20 þús og byrjaði á því að fara í sjósundið sem var í nauthólsvík samt ekki á ylströndinni :( en sjórinn var 9 gráður þannig að þetta var alls ekki slæmt en ekki eitthvað sem ég vill gera á hverjum degi. Svo fór ég aftur að vinna og eftir vinnu kíkti ég í laugardalslaugina þar sem ég tók þátt í öllu þar, nema boðsundi og sundleikfimi.
Gott framtak hjá símanum að gefa okkur færi á að leggja góðu málefni lið.
Í gær kíkti ég og kallinn svo í leikhús á Eilífa hamingju í Borgarleikhúsinu algjör snilld, rosa skemmtilegt og þetta var loka sýning þannig að sorry ef ykkur langar að fara þá er það ekki hægt ;)
Annars er ég bara að bíða spennt eftir euro og sjá okkur rústa þessu (not)