Júní er búin að vera mjög busy mánuður, Ég flutti á Selfoss í mjög svo furðulegt einbýlishús í Tröllhólum.
Ég fór í milljón rannsóknir á St.Jósefs þar sem hugmyndinn þessa dagana er að ég sé með UC(Sáraristilbólgu) en ekki CD (Crohn's) fór í allskonar rannsóknir og leiðindi og kemur frekar út úr því í byrjun Júlí.
Næstu helgi er svo hundasýninginn verður mjög gaman að sjá hvernig stóðið á eftir að standa sig (Díma, Charly og Snædís.)
Kira tíkinn sem ég er að bíða eftir hvolpi undan er hvolpafull það var staðfest með sónar um daginn :) Nú er bara að bíða og ef það gengur upp þá ætla ég til Svíþjóðar í lok sept ef heilsan leyfir :S
Lifrin mín er líka ekki alveg að standa sig í stykkinu þessa dagana þannig að ég á að taka því rólega þangað til að niðurstöður koma úr öllum rannsóknum.
Þannig að núna ligg ég bara með lappirnar upp í loftið í nýja sófanum mínum eftir að hafa fengið mér hamborgara á nýja grillinu sem mamma og pabbi gáfu okkur..
Þetta er allt það helsta sem er að gerast þessa dagana...