Tók þessi krúttlegu loppuför af Charly og Dímu áðan. Charly á efra og Díma neðar, þarf að taka annað af Dímu hennar er svo dauft.

Ég komst loksins í Remicade í gær, mjög borderline þar sem ég var með 37.5°C hita á fimmtudag og hitalaus á föstudag og í dag er ég með 38°C hita og brjálaðan hósta.

Ég fór í blóðprufu í gær líka, veit reyndar ekki hvernig hún kom út veit bara að járnið mitt var allt of lágt miðað við að ég er nýbúin að fá 5 poka af járni fyrir tveimur mánuðum :( Járnið er að sleppa út einhversstaðar :S

Ég er líka búin að skipta um lækni kominn til hans Kjartans Örvar, hann er rosa fínn.
Var að biðja hann um að skoða nýtt lyf fyrir mig sem lyfjastofnun er búin að samþykkja.

Heilinn minn er bara alls ekki að virka þessa dagana þannig að ég gæti alveg eins verið að blogga um sama hlutinn aftur og aftur :S
Við Helena ætluðum víst í bíó í kvöld en ég mundi ekki einu sinni eftir því að hafa talað við hana.

Fór með Dímu og Charly í augnskoðun í dag þau voru bæði alveg heilbrigð og þurfa ekki gleraugu.
Læknirinn fann einhverja pigment bletti á auganu hans Charly en þeir eru alveg saklausir og hafa enginn áhrif á sjónina sem betur fer, bara gott að vita af þeim.

Annars er það bara helst á dagskrá að liggja í rúminu og ná mér alveg góðri áður en ég fer út til Svíþjóðar. Er að horfa á Burn Notice þessa dagana þannig að ég hef alveg eitthvað að gera.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home