Ég er með kenningu um svínaflensuna, ég held að þetta sér bara frekar skæð flensa en ekkert samt mjög hættulegt. Ég held samt að öll dauðsföllinn í mexíkó séu tengd því hvað borginn er hátt yfir sjávarmáli (2250m) Þegar svona alvarleg flensa kemur upp í öndunarveginum og það er svona þunn loft. Ég held að það blandist ekki vel saman.
Hvað hafa margir dáið fyrir utan Mexíkó? Er það ekki bara 1-5 eða kannski enginn, man það ekki.
Bara svona smá vangaveltur annars þarf ég að kaupa mér svona grímu og vera tilbúin að flytja norður í Miðfjörð :P Ef svínaflensan kemur til Íslands.
Ég er svo að fara að hitta lækninn minn á Mánudaginn og Suða í honum um nýtt lyf sem mig langar alveg rosalega að prufa, er búin að senda lyfjastofnunn fyrirspurn um lyfið vona að þeir verði fljótir að svara :)
Svo á morgun förum við Charly á hlýðninámskeið :)
1 Comment:
-
- Solla Gella said...
May 7, 2009 at 11:45 PMAf hverju Miðfjörð ???