Ég er með kenningu um svínaflensuna, ég held að þetta sér bara frekar skæð flensa en ekkert samt mjög hættulegt. Ég held samt að öll dauðsföllinn í mexíkó séu tengd því hvað borginn er hátt yfir sjávarmáli (2250m) Þegar svona alvarleg flensa kemur upp í öndunarveginum og það er svona þunn loft. Ég held að það blandist ekki vel saman.

Hvað hafa margir dáið fyrir utan Mexíkó? Er það ekki bara 1-5 eða kannski enginn, man það ekki.

Bara svona smá vangaveltur annars þarf ég að kaupa mér svona grímu og vera tilbúin að flytja norður í Miðfjörð :P Ef svínaflensan kemur til Íslands.

Ég er svo að fara að hitta lækninn minn á Mánudaginn og Suða í honum um nýtt lyf sem mig langar alveg rosalega að prufa, er búin að senda lyfjastofnunn fyrirspurn um lyfið vona að þeir verði fljótir að svara :)

Svo á morgun förum við Charly á hlýðninámskeið :)

Allt ágætt að frétta, ég komst ekki í Remicade síðast og er ennþá að bíða eftir að verða góð svo ég geti farið. Hjúkkan sagði að ég þyrfti að vera hress í viku áður en ég fæ að fara í Remicade, ég sagði þá bara við hana að ég myndi heyra í henni eftir hálft ár þar sem ég er alltaf eitthvað veik :S Er núna með eitthvað lungna vesen en það hlýtur að fara að lagast. Ég er búin að hósta svo mikið að ég er komin með verk hægra meginn. En Parkódín forte er nýi vinur minn slær alveg rosalega á hóstann.

Ég fékk samt skemmtilegt símtal í dag, verið að bjóða mér tekjutryggingu og þá spurði ég hann bara hvort að þeir ætluðu að tekju tryggja örorkubæturnar mínar :) Hann gat ekki alveg svarað þessu grey strákurinn.

Snædís litla fór í fyrsta skiptið á ævinni niður í fjöru í dag, voða fjör fékk góða sjógusu yfir sig og svona fjör. Hún fór einnig í fyrsta skiptið í klippingu hjá Sóley. Mikið að gera hjá henni enda var hún dauð þreytt þegar ég skilaði henni heim í dag.

Annars eru búnar að vera rosalega miklar umræður á netinu um Miss California og svar hennar við spurningu Perez Hilton, væri ekki gaman að hafa svona spurningar í Ungfrú Ísland :) Man ekki hvort það var í fyrr eða hitt eð fyrra sem einhver gella í Miss teen USA kom með furðulegasta svar í heimi. Hérna er svarið hennar. Og svo er hérna svar Miss California við spurning Perez. Gaman hvað bandaríkjamenn geta verið miklar gúrkur í hausnum..

Ég er líka að leyta að ábendingum um skemmtilega þætti. Er að horfa á Will og Grace núna hef aldrei horft á þá áður, ég er smá á eftir enda kominn 3 ár síðan þeir hættu.
En bara svona smá listi það sem ég er búin með
Friends
How I met your mother
30 Rock
Worst week
Gary unmarried
The Big bang theory
Sex and the city
Grey's Anatomy
Desperate Housewife's
Gossip Girl
Samantha Who?
Nip/Tuck
Pushing Daisies
Mad men
Já ég hef mikið af frítíma ;)
En mig vantar eitthvað annað verður að vera skemmtilegt og halda manni við efnið. Má vera drama, gaman eða spennu.

Annars vona ég að allir hafi það gott :)





Kakan sem ég var að baka, Stebba á heiðurinn af rósunum ég gerði allt annað.

Ég var að kaupa mér þetta snilldar skreytingar sett

Magnað magnað KR urðu Íslandsmeistarar í körfu á Mánudaginn shibby.
Þvílíkt fjör og ekkert smá spennandi leikur.

Í gær fórum við Helena á I love you, man mæli með henni mjög skemmtileg Helena var næstum því búin að pissa á sig hún hló svo mikið. Eftir Bíó fór ég heim og tók til í svínastíunni sem við Jói búum í. Við þurfum að læra að ganga betur um. Það er reyndar ekkert svo mikið drasl bara föt út um allt, við eigum of mikið af fötum.

Í dag átti ég svo að fara í fjórðu Remicade inngjöfina mína en þar sem að ég er jafn veik og flóðhestur þá mátti ég ekki fara :( Fer á Miðvikudaginn í staðinn.. Ég get varla talað er með svo mikla hálsbólgu

Á morgun er ég svo að fara til Eyja með pabba. Hann er að fara að kenna og ég er að fara að bora í nefið á meðan. Elska Eyjar og mig hlakkar ekkert smá til að fara í siglingu og það verður meira að segja leiðinlegt veður á laugardaginn þegar við komum heim fun fun fun...

Ég búin að vera að taka nett shopping spree á Ebay :)
Keypti mér rakvélablað handa Charly, Kökuskreytingar thing fyrir mig, takka á tölvuna mína og úr.
Er alveg að vera frísk aftur þar sem ég er farinn að eyða fullt af peningum og ekki bara í feldinn á hundunum mínum. Andlitið á mér er líka að minnka en samt ekki alveg orðið eins og það á að vera ætla að gefa því 3 mánuði í viðbót, það eru 2 og hálfur mánuður síðan ég hætti á sterunum. Ég er hætt að éta allan sólahringinn, meira að segja farinn að gleyma að borða stundum alveg eins og ég var áður :)

Og bara mánuður í að við förum til Svíþjóðar að horfa á Obbu keppa og heimsækja Lottu hjá Huffish.

Newer Posts Older Posts Home