Aðal áhugamálið okkar Jóa er að vera nurlarar :P
Við erum búin að vera mjög dugleg síðasta árið losuðum okkur við VISA og fengum okkur fyrirfram greitt kort, stofnuðum vaxtareikning til að safna peningum á hehe.
Seldum bílinn og fengum okkur annan ódýrari og svo fengum við Gula gamla gefins þannig að við eigum óvart tvo bíla. Við kaupum okkur aldrei neitt nema að hafa efni á því og okkur vanti það. Jú auðvitað leyfum við okkur skemmtilega hluti en það eru samt alveg takmörk fyrir því hvað við leyfum okkur. Jói hefur t.d. ótakmarkað budget þegar það kemur að bílum aðal áhugamáli hans og ég hef ótakmarkað budget þegar það kemur að hundum mínu áhugamáli..
Við eyðum smá tíma í að finna bestu verðinn áður en við kaupum eitthvað. t.d. notum við www.gsmbensin.is en við erum með fyrirfram greitt bensín kort frá orkunni sem við sitjum 20 þús kr inn á hver mánaðarmót en það dugar okkur á báða bílana út mánuðinn.
Við höldum líka eyðsludagbók yfir báða bílana þannig tökum við fyrr eftir því ef bílanir eru eitthvað veikir eða við ekki að standa okkur í spar akstrinum..
Ég versla líka öll lyfin mín í Lyfjaveri þar sem þau eru töluvert ódýrari.
Við leggjum alltaf frá pening í hverjum mánuði til að sitja inn á reikninginn okkar.
Við reynum að borða eins lítið af skyndibita og við getum. Fáum okkur reyndar alltaf mat þegar við förum í IKEA enda of ódýrt til að sleppa. Einnig fáum við okkur bara einn skammt en ekki tvo þegar við förum á Krua Thai enda verðum við bæði pakksödd og kostar 1350 kr minna hehe..
Við sögðum líka upp kaskó tryggingunni á Hondunni enda er hún orðinn 10 ára og kaskó kostaði 40 þús á ári og svo 70 þús ef maður lenti í slysi. segi bara 7-9-13 og vona að það gerist ekki..
Við notum líka öll tilboð sem við komust yfir eins og 2 fyrir 1 í bíó og svo framvegis. Erum líka í einkaklúbbnum og FÍB sem marg borgar sig ef maður á gamla bíla. FÍB veitir líka mikinn afslátt af öllu sem við kemur bílum.
Við kaupum líka ódýran hundamat samt án þess að reyna að láta það bitna á gæðunum.
Við erum ekki áskrifendur af neinum óþarfa eins og stöð 2 eða einhverju svoleiðis rugli. Ef við viljum einhver blöð þá gerumst við áskrifendur í gegnum netið og fáum blöðin send heim, miklu ódýrara heldur en að kaupa þau einu sinni í mánuði í dótabúð.
Við notum Ebay og amazon mikið stundum borgar það sig og stundum ekki, sérstaklega þegar maður er að leita að einhverjum ákveðnum hlut sem er kannski rándýr hérna heima..
Auðvitað verslum við mat í Bónus og förum bara á njálgbarinn(nammibar) á laugardögum.
Við erum líka með alla föstu reikningana okkar í greiðsluþjónustu þannig að það sé alltaf sama upphæðinn sem fer í þetta á hverjum mánuði þannig höfum við meiri pening á milli handana heldur en að fá t.d. 200 þús trygginga reikning einu sinni á ári.
Ég skoða líka www.msn.com rosalega mikið þar eru oft mjög góð ráð hvernig maður getur lifað sparsamlega. Ef þú vilt vera extreme þá geturu googlað frugal living
Við Jói byrjuðum á þessu í Jan 2008 fyrir kreppu þannig að við finnum ekkert fyrir kreppunni hehe.. Við gerðum þetta að áhugamáli og okkur finnst mjög gaman að leita að bestu tilboðunum og finna nýjar leiðir til að spara pening eða eignast meiri pening. Seljum hluti sem við þurfum ekki gott að auglýsa á mbl.is eða barnalandi.is
Einnig þegar ég fer að versla föt og finn dýra flík sem mig langar í þá máta ég hana og læt svo taka hana frá fyrir mig og sef á þessu ef mig langar ennþá jafn mikið í hana daginn eftir þá fer ég og kaupi hana..
Svo langar mig að nefna mestu snilld ever það er Mcdonalds og ísinn þar Mcflurry kostar 250 kr en ég held að meðal bragðarefurinn sé eitthvað um 500 kr mikill sparnaður að fá sér bara Flurry.. sem er alveg geggjað góður líka..
Það er líka gott að taka út pening eða borga allt með fyrirfram greidda VISA, hver færsla af Debet kostar 13 kr.
Drekka mikið af vatni :)
Fara út að hlaupa eða í sund í staðinn fyrir að fara í ræktina.
Well þetta er það eina sem mér dettur í hug í augnablikinu.