Við Jói fórum í matarboð í kvöld sem er ekki frásögu færandi nema hvað að ég er á hveitilausu fæði.
Ég bað Jóa um að hringja í Hildi sem var að halda boðið og láta hana vita, þetta var minnir mig í byrjun síðustu viku. Nei nei hann gerir það ekkert svo fer ég að spurja hann út í það á leiðinni í boðið og þá hringir hann í Hildi sem hafði búið til Pizzu.. Þannig að ég fékk kál og papriku í matinn :S
Gott að eiga hugulsaman mann!
Annars er ég svo rosalega heppinn að ég er farinn að verða verri og verri aftur þannig að ég bíð spennt eftir næstu spítala ferð... En í augnablikinu þarf ég bara að bíða róleg og sjá til bíða bíða bíða...
Ég er ekkert rosalega happy með þetta lengur því að það er ekkert að gera nein kraftaverk fyrir mig, ég er búin að fá Remicade þrisvar og fer í fjórða skiptið í apríl ég finn engann dramatískan mun sterarnir hjálpa en þeir eru bölvað eitur og frekar færi ég í aðgerð..