Ég fór á The Curious Case of Benjamin Button á fimmtudaginn með Helenu og Gunnsa þessi mynd er bara æði og manni leiðist ekki einu sinni á þessum þremur tímum :) fyrir utan það að Brad Pitt er alltaf jafn sætur, sérstaklega þegar þeir gera hann yngri í myndinni :P
Á morgun en svo æsi spennandi leikir í körfunni úrslita keppnin í Subway bikarnum KR-Stjarnan í karla körfunni og KR-Keflavík í kvenna, held að kvennaleikurinn byrji kl 14 og karla kl 16 í höllinni :)
Eftir það er svo sýningarþjálfun með hana Sollý en hún er flat coated retriver sem ég ætla að sýna á hundasýningunni núna í lok feb..
Varðandi heilsuna þá veit ég eiginlega ekki hvað ég get sagt :S Ég er eins og jójó, suma daga er ég rosa góð aðra ekki svo mikið :S Núna undanfarið er ég búin að vera þreyttari en allt sef svona 14 tíma á dag.. En þetta hlýtur að fara að lagast.
Þetta þýðir bara að ef ég fæ mér einhverntíma annan kött þá skal hann heita Dísus :p hahaha
En Dísus er flott kattanafn..