Ég fór á The Curious Case of Benjamin Button á fimmtudaginn með Helenu og Gunnsa þessi mynd er bara æði og manni leiðist ekki einu sinni á þessum þremur tímum :) fyrir utan það að Brad Pitt er alltaf jafn sætur, sérstaklega þegar þeir gera hann yngri í myndinni :P
Á morgun en svo æsi spennandi leikir í körfunni úrslita keppnin í Subway bikarnum KR-Stjarnan í karla körfunni og KR-Keflavík í kvenna, held að kvennaleikurinn byrji kl 14 og karla kl 16 í höllinni :)
Eftir það er svo sýningarþjálfun með hana Sollý en hún er flat coated retriver sem ég ætla að sýna á hundasýningunni núna í lok feb..
Varðandi heilsuna þá veit ég eiginlega ekki hvað ég get sagt :S Ég er eins og jójó, suma daga er ég rosa góð aðra ekki svo mikið :S Núna undanfarið er ég búin að vera þreyttari en allt sef svona 14 tíma á dag.. En þetta hlýtur að fara að lagast.
Ég er byrjuð að fara í nálastungur og sleppa hveiti það á víst að hjálpa.
Ég hef ekki fundið fyrir liðverkjunum eins mikið eftir að ég hætti að borða hveiti og fara í nálastungur :)
Eina sem er að bögga mig núna er nýtt lyf sem ég var að byrja að taka og lætur mig fá hita :S buin að vera með 38°C hita í 2 vikur..
Annars er bara allt gott að frétta búin að vera stera laus í tvær vikur og er farið að líða mun betur. Þessir sterar eru bara ógeð.
Næsti Remicade skammtur er svo 19.feb strax farið að hlakka til vonandi að þetta fari að virka ..
Svo verðum við voffarnir í garðheimum á morgun á smáhundadögunum hehe já ég á víst smáhunda :) við verðum milli 14:30-17..