Hægt og rólega held ég að mér sé að fara að líða betur :)
Ég vona það allavega, það er ýmislegt sem bendir til þess að þetta sé að mjakast í rétta átt.
Ég er reyndar farinn að fá mikinn hausverk en það getur verið aukaverkun af Remicade sem ég hef ekki miklar áhyggjur af, get bara tekið panodil við því.
Ég fór að hitta geðlækninn minn í dag og hann lagði til að ég myndi stækka skammtinn af kvíða töflunum enda er ég á minnst hugsanlega skammti, mér leist alveg mjög vel á þá hugmynd enda hefur kvíðinn aðeins verið að segja til sín undanfarið enda ekki skrítið miðað við allt sem er í gangi..
Svo fer ég næsta föstudag upp á St.Jósefs í skammt nr 2 af Remicade hlakka mikið til enda er sagt að það taki 2-3 skammta til að finna alvöru mun og mér er farið að hlakka svo til að verða góð og losna við þetta ógeð.. Ég get varla beðið eftir næsta skammti.
Ég á lika bara 12 daga eftir af sterunum og þá hætti ég að borða eins og svín vona ég og losna kannski líka við kinnarnar ef ég er heppinn..
Ég er líka búin að vera á sterunum í tvo mánuði sem er alveg rosalega langur tími finnst mér :S Og allan þennan tíma er ég búin að vera borða svona 10 þúsund hitaeingingar á dag..
Annars erum við voffarnir í pössun uppi í mosó, á meðan Jói er að læra fyrir próf..
Höfum það alveg afskaplega gott, Díma og Charly fá að sofa í sófanum hjá Stebbu þvílíkur lúxus..
Afþví að ég hef ekkert að gera þá er ég búin að vera að horfa á mikið af þáttum og Helena benti mér á Worst week sem eru algjört æði soldið ýktir en fínir..
Gaman að sjá að enginn nýtti sér skotleyfið sem ég gaf á smettið á mér :P
Já og góðu fréttirnar eru þær að ég er farin að geta sofnað á kvöldin án þess að fá hjálp frá lyfjum sem ég er mjög happy með enda vill ég taka sem minnst af dópi..
get well!
hilsen
Þórdís frænka