Núna er ég búin að fá tvo skammta af Remicade ég fer næst 19.feb ég er nú ekki farinn að finna neinn mun ennþá leið betur í nokkra daga eftir fyrstu sprautuna en svo hef ég ekki fundið mikinn mun, verkirnir eru ennþá til staðar og núna hafa bæst við augnverkir veit ekki hvort að það tengist Remicade og þessum skemmtilega hausverk sem fylgir því lyfi eða bara Crohn's maður getur víst fengið augnverki af sjúkdómnum.

Þetta hlýtur samt að fara að lagast er varla að nenna þessu mikið lengur.
Ég er samt alveg að fara að hætta á sterunum bara 2 dagar eftir :) ekkert smá glöð enda búin að vera á þessum viðbjóði síðan 10.nóv. Sterar eru ógeð..

Ég er búin að þyngjast um 14 kg, enda búin að borða eins og súmóglímukappi í 3 mánuði næstum því :) hluti af þessu er reyndar vökvasöfnun sem tengist sterunum en ég býst við að halda í 10 kg :)

Svo ég tali nú um eitthvað annað en þessi endalausu veikindi þá fór ég á KR-Grindavík í dag og auðvitað unnu KR þar sem Grindvíkingar voru bara afspyrnu lélegir :) á morgun er það svo Stjarnan - Njarðvík verður gaman að sjá hver vinnur þar.

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home