Ég er semsagt lent aftur inn á St. jósefsspítala og verð þar örugglega einhverja daga í viðbót á meðan þeir eru að leita að því hvað er að mér. Aftur komin á bullandi stera :(
Ég var semsagt farin að fá svo mikinn hita komin með 40 stiga hita og verki um allan líkama og svo auðvitað blæðandi sár í ristlinum.. Þannig að ég var lögð inn á föstudaginn og í dag fór ég í sneiðmyndatöku og á miðvikudaginn fer ég í ristil og magaspeglun.
Þeir tóku mig líka af nýju lyfjunum sem ég var byrjuð á :( Halda að ég sé væntanlega með vírus út af þeim en það kemur allt betur í ljós á morgun.
Þeir vilja líka endurskoða greininguna á ristilsjúkdómnum halda kannski að ég sé með annan fyrst ég er að svara lyfjameðferð svona illa en þetta eru allt getgátur og enginn veit neitt..
Ég er búin að vera óvenjuhress í dag fyrir utan mikla lið og magaverki :) og hitalaus enda er dælt í mig panodíl eins og hjúkkunar fái borgað fyrir það :)
Svo er það bara fljótandi fæði þangað til á miðvikudaginn rosa fjör eins og ég er með mikið af girnilegu kexi í náttborðinu hjá mér ;S
Jæja allir að senda mér bata strauma :) þarf mikið á þeim að halda svo ég komist heim fyrir jól.
Og ef ÞÚ er að lesa þetta blogg ertu þá til í að kvitta og segja t.d. "láttu þér batna" eða eitthvað sætt bara svo ég viti hverjir eru að lesa ef þá einhver :P
kveðja,
Kjúklingurinn..
ég vona svo innilega að það finnist fljótt hvað er að hjá þér , svo þér batni sem fyrst.
mundu það er aldrei meira á okkur lagt en það sem við þolum,og þú ert nú búin að þola ýmislegt svo það er greinilegt að hér er hörku kjella á ferð :-),þú tæklar þetta núna.
Bata kveðjur
Mikka og Selma syss.
lovlov
Þórdís frænka :)