Dagurinn í gær byrjaði ekkert allt of vel.
Það höfðu komið niðurstöður úr sneiðmyndatökunni sem sýndu að ég var með vökva á bakvið legið og blöðrur á eggjastokkunum en einnig vökva í kringum lungun og hjartað þannig að ég var drifin upp á bráðamóttöku í hjartaómun sem tók líka bara 8 tíma :S semsagt að bíða og bíða..
Hjartað mitt er í fullkomnu lagi smá vökvi en svo lítill að það tekur því ekki einu sinni að tala um það sem betur fer enda var ég orðinn soldið kvíðinn :S
Svo er lifrin í mér orðinn svo bólginn af öllum þessum lyfjum sem ég er á að þeir tóku af mér öll verkjalyf nema morfín sem ég er ekki par hrifin af :S jújú áhrifin eru fljót að koma en maður verður svo helvíti ruglaður í hausnum með.. Ekki alveg minn cup of tea..
Í dag fer ég svo í stóra ristilspeglun og magaspeglun til að staðfesta endanlega að ég sé með colitis en ekki chron´s. Colitis er sjúkdómur sem er bara í ristlinum en Chron´s er í maga, smáþörmum og ristli þannig að allir að krossa putta og vona að ég sé "bara" með colitis.. Eins og það sé ekki nóg..
Annars er ég öll að hressast og hitinn virðist vera á hraðri leið niður.. Ég er líka alltaf í góðu skapi fyrir utan þessa smádvöl á bráða í gær setti skapið aðeins út af laginu..
Hlakka til að éta jólasmákökunar sem bíða mín eftir speglun í dag namm namm...
Svo er bara að vona að ég losni héðan fyrir jól :)
vona annars að allir hafi það gott og séu ekki að gera útaf við sig í jólastressinu sem fer alveg framhjá mér hérna enda er st.joh alveg yndislegur staður..
Gangi þér vel
Kveðja
Arna x-símagella
það fer vonandi að sjá fyrir endann á þessu ástandi hjá þér svo þú komist heim til bæði mannsins og hundanna.
Svo ertu í raun ekki að missa af miklu í jólastressinu, maður bíður og bíður eftir því að vera búinn í prófum og svo þegar maður er loksins búinn þá veit maður ekkert hvað maður á að gera af sér ;)
Kv. Arndís