Lesi les...

Ég er búin að lesa alveg endalaust mikið síðan ég fór inn á spítalann í byrjun nóv ég er búin með allar bækurnar eftir Arnald Indriðason nema eina sem ég nenni ekki að lesa..

Svo er ég búin að lesa tvær eftir Yrsu og eina bók sem ég man ekki hvað heitir, bara ef maður væri svona duglegur að lesa skólabækurnar :P

Ég er núna að lesa Myrká eftir Arnald og svo ætla ég að klára þessar tvær Yrsu bækur sem ég á eftir svo ælta ég að lesa námsbækur hehe..

Ég er eiginlega alveg hætt að fara í tölvuna eftir að ég fór að lesa, nenni einhvern veginn ekki að hanga á netinu lengur eins og ég var orðinn háð því á tímabili.

Af veikindunum er ekki mikið að frétta ég er svona nokkuð verkjalaus þessa dagana sem er rosalega gott. Það styttist óðum í að ég fari að losna við þessu blessuðu stera góði dagurinn er 21.des :) Ég er samt ennþá á alveg bönns af lyfjum, en það vonandi fer að breytast. Ég byrjaði á lyfi sem heitir Imorel minnir mig og ef það virkar þá get ég kannski bara verið á því og engu öðru en þar sem að það tekur víst 4-6 mánuði fyrir imorel að ná fullri virkni þá verð ég bara að vera mjög þolinmóð á meðan..
Það gengur samt soldið brösulega að halda þessu niðri hjá mér og er ég kannski bara ein af þessum óheppnu :(

En ég get ekki kvartað ég hef það mjög gott slappa bara af með mömmu, pabba, stebbu og voffunum.. Jói er á fullu í prófalestri og fær að geyma mig uppi í mosó á meðan :) Gott að hafa svona pössunn fyrir mig..

Ég finn líka að matarlystinn er að minnka sem er fínt því annars yrði ég örugglega 100 kg fyrir jól ég var 62 kg þegar ég viktaði mig í gær sem er 9 kg viðbót síðan 6.nóv. Sem er mjög flott því að ég hef lúmskan grun um að það muni hverfa ansi fljótt þegar ég hætti á sterunum :( mér hefur ekki tekist að halda í nein kíló í heilt ár þannig að öll aukakíló eru velkominn :)

Annars er allt gott að frétta Díma og Charly hafa það voða gott, Díma er á fullu að fitna eins og mamma sín enda gerir pabbi ekkert annað en að troða í hana aukabitum.. Sem er gott því hún er grindhoruð..

Ég ætla svo að reyna að koma mér vestur í bæ á morgun svo ég geti farið að njóta nýja sófans míns. Hlakka til að liggja í honum og horfa á DVD..

0 Comments:

Post a Comment



Newer Post Older Post Home