Ég stalst liggur við heim í gær átti ekki að fá að fara fyrr en í dag en ég gat ekki hugsað mér að sofa eina nótt í viðbót á spítalanum. . Ekki að það sé ekki æðislegt að vera þar, fannst bara tilhugsuninn við rúmið mitt svo góð..
Svo var ég farinn að sakna voffanna alveg afskaplega mikið. Erfitt að hitta þá ekki á hverjum degi þar sem þeir máttu ekki heimsækja mig eins og Jói, mamma og pabbi hehe..
Annars er ég ennþá alveg hundslöpp en þetta kemur vonandi allt. Ég verð orðinn góð þegar 2009 gengur í garð..
Við förum svo öll fjölskyldan að hitta lækninn minn á mánudaginn til að ræða framhaldið með mig, hvað eigi að gera við mig :P
Verður spennandi að sjá hvað kom út úr öllum þessum rannsóknum..
Svo er ég að bíða eftir að fá nýju bókina hennar Yrsu í hendurnar.. Á meðan ætla ég að horfa á 1 seríu af 30 rock hef heyrt að þeir séu góðir..
Gott að fá þig heim aftur !
Íslenskufræðarinn...