Nú veit ég hvernig svínum líður :) afþví að ég er orðinn eitt :P
Sterarnir sem ég á gefa mér svo mikla matarlyst að ég hef aldrei á ævinni borðað jafn mikið þó svo að ég sé örugglega að borða bara eins og meðal manneskja.
Ég er búin að þyngjast um 4 kg á tveimur vikum eða frá því að ég var lögð inn um daginn og byrjaði að fá þessa skemmtilegu stera. Ég er líka kominn með rosa bollu kinnar en þær fylgja sterunum líka. Ég á samt bara eina viku eftir á þessum sterum og ætla ég mér að nýta hana vel helst að vera orðinn 60 kg í lok nóv því ég veit að þetta er fljótt að fara aftur og alltaf gott að hafa vara forða.
Annars er ég langt frá því að vera orðinn góð ég er ennþá með stannslausa verki þó svo að klósett ferðunum hafi fækkað og það er hætt að blæða úr ristlinum. Steranir fara líka ekki vel í mig, koma í veg fyrir að ég fái góðan svefn og valda mér hausverk og leiðindum. Það eina góða er að ég er að þyngjast og það annsi hressilega :)
Ég veit ekki hvað ég er búin að lesa margar sögur eftir Arnald Indriðason síðan ég veiktist held að þær séu orðnar 6 talsins er að lesa Bettý núna sem er sérstök..
Ætti kannski frekar að vera lesa skólabækur en lönguninn í þær er ekki það sterk og minnið ekki upp á sitt besta..
Sé til ætla að reyna að taka þessi blessuðu próf. .
Hef heldur ekkert mætt í vinnuna enda orkan ekki mikil þessa dagana ..
Ég er svo að fara hitta lækninn minn á morgun sjáum hvað hann segir.. Vona að það gangi allt vel með framhaldið þó að ég sé ekkert allt of bjartsýn. Ég þarf að fara á svona bjartsýnis námskeið..
Ég get allavega sagt að ég get borðað eins og svín og ég veit að það á eftir að renna allt af mér aftur eftir nokkar vikur er það ekki eitthvað sem alla dreymir um ?
Annars hafa það allir gott hérna í kringum mig Jói á fullu að læra fyrir próf og hundarnir eru bara æði eins og vanalega..
Stebba hefur tekið að sér að fara með Dímu í hundafimi þannig að ég þarf ekki að gera það og við Charly sitjum heima og knúsumst enda er hann mesta keludýr sem til er..
Jæja ég ætla að reyna að fara að sofa alveg heill einn hlutur sem ég þarf að gera á morgunn. Erfitt líf... heheh..