Núna er ég búin að vera í sumarfríi í rúma viku og á eina viku eftir, ég sé það að maður þarf sko ekki að fara til útlanda til að sóla sig. Ég er svo brunninn.
Annars er ég bara að læra á fullu fyrir próf í Efnafræði 203 til að komast inn í hjúkkuna í haust. Enn sem komið er gengur bara vel og vona ég að ég slefi með 4.5 í lokaprófinu til að ná þessu :)
Við Jói vorum svo að koma okkur betur fyrir í kjallaranum heima, með því að bæta við stofu niðri í kjallaran, við fengum gefins flatskjá, heimabíó og innréttingar og þetta er bara orðið annsi huggulegt. Svo er bara næst á dagskrá að taka baðið í gegn.
Annars er ekkert annað að frétta bara allir að krossa puttana á föstudaginn þegar ég fer í próf.
1 Comment:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
kv. Ösp