Búið að vera gott frí og alveg heill dagur eftir :D
Er búin að gera ekki neitt nema að knúsa hundana, er að passa Newton pabba hennar Dímu sem er alveg jafn mikið æði og dóttir sín.
Við fórum upp í bústað í gær og skruppum í pottinn og chilluðum með fjölskyldunni hans Jóa.
Annars er ekkert að gerast nema að ég þarf að fara að hreyfa mig.
Ég held að ég sé loksins búin að ákveða hvað ég ætli að læra úff..
Ég er búin að fá samþykki fyrir því að fara í hjúkrun ef ég næ að klára tvo efnafræði áfanga fyrir haustið :D
Þannig að nú er bara að krossa putta og vona að ég nái því.
Annars get ég svo sem farið í hjúkkuna á akureyri í fjarnámi en ég nenni því nú varla þar sem ég bý svo nálægt HÍ.
Annars er ég að skipuleggja peningamálin á fulla afþví að ég þarf víst að eiga eitthvað smá fyrir haustið og svo erum við að safna fyrir húsi.
Þannig að ég ákvað að gerast áskrifandi af lotto miða á lotto.is það kostar bara 100 kr á viku og ætli ég eyði ekki þessum 400 kr hvort eð er í vitleysu :)
Þannig að það er vonandi að milljónirnar fari að hrinja inn :P