Til að bæta upp skort minn á listrænum hæfileikum þá verð ég að gera eitthvað annað.
Ég kann reyndar að prjóna en ég veit ekki hvort ég flokki það sem listrænahæfileika.
Það næsta á listanum mínum er að taka svona baby meirapróf. Ég ætla að skrá mig í það um leið og ég er búin að skrapa saman pening til að borga námskeiðið.
Annars er allt gott að frétta fyrir utan það að Jói er smá fatlaður þessa dagana, hann snéri sig á hnénu í gær og getur ekki labbað :S
En hann verður vonandi orðinn góður áður en hann fer út á skíði eftir 10 daga.
Jæja þá eru þær komnar ég fékk:
9 í stöguleika
9 í siglingarfæði
10 í siglingareglum :)
Bravó fyrir mér :P
Það næsta sem ég ætla að læra er latína, búin að kaupa mér nokkrar latínu bækur á amazon.com hlakkar ekkert smá mikið til að reyna að læra þetta tungumál heillar mig alveg rosalega :)
Annars er ég ennþá að hugsa hvað ég ætli að læra í háskólanum í haust :S
Þá er ég orðinn pungur það má fara að kalla mig Dísu Skipper :P
Ég náði prófunum ég veit reyndar ekkert hvað ég fékk, fékk bara að vita að ég hefði náð ;) Þvílíkt ánægð, gott að vera búin með þetta.
Mamma reyndi nú samt að segja mér að ég hefði fallið en hún sagði að ég hefði fallið í siglingareglum þannig að ég trúði henni ekki en ef hún hefði sagt að ég hefði fallið í stöðugleika þá hefði ég trúað henni. Enda býst ég við því að það sé lélegast prófið mitt.
Líka gott að ég náði annars hefði ég þurft að láta henda heilum árgangi af símaskránni :)
Ég kláraði loksins punga prófið í dag og veit ekki hvort að það sé gott eða slæmt en ég var fyrst til að klára öll 3 prófin :P Kemur í ljós á fimmtudaginn hvort ég hafi náð.
Svo yndislegt að vera loksins búin með þetta þvílíkur léttir.
Annars gengur allt vel ég ætlta að fara í ræktina á morgun og fara svo í klippingu á föstudaginn fara að taka mig aðeins saman í fésinu og koma mér á réttan kjöl(báta djók)
Það er búið að vera alveg geggjað veður undan farið þrumur og eldingar á föstudaginn og svo hauga sjór í dag, þetta er alveg yndislegt að hafa svona fljölbreytni í veðrinu love it :) Enda er ég algjör óveðurskráka nýt mín aldrei betur en í brjáluðu verðri helst miklu roki eða miklum snjó.
Enda fékk Díma að kenna á því þegar hún var dreginn út að labba á föstudaginn greyið stóð varla í lappirnar :O
Annars læt ég vita hvað ég hef fengið á prófinu um leið og það kemur..