Og þá þarf maður að fá sér vetrar dekk.
En ég var svo heppinn að fá gefins 15" vetrardekk. En þá átti ég engar felgur undir þessi dekk þar sem að það eru bara 14" felgur undir mínum. En ég var svo heppinn að finna flottar álfelgur þannig að ég er loksins búin að fullkomna hnakka lúkkið á bílnum mínum, sem er álfelgur, filmur og spoiler :P
Og það er eitt soldið merkilegt ég er búin að eiga bíl í næstum því 5 ár og ég hef aldrei farið sjálf og látið skipta um dekk :P Það er alltaf einhver sem tekur að sér þetta skemmtilega verkefni fyrir mig :D

En hérna fyrir ofan er svo mynd af nýju felgunum mínum.


Mamma á afmæli í dag og það ekkert smá hún er búin ad vera lifandi í hálfa öld :) Mamma er semsagt fimmtug í dag. Og í tilefni dagsins þá drekktum við henni í pökkum. Svo neyddi eg hana í smá afmælis myndatöku.




Þegar vid vorum litlar hjá Oddný dagmömmu


Búin med Stebbu peysu og búin með búkin af peysunni hans Jóa, ég veit ad peysan hans Jóa virkar minni á myndinni en hún er það ekki :p

Rosa fín helgi og hún er ekki búin ennþá :)
Á föstudaginn var okkkur Jóa boðið óvænt í leikhús, á Leg eftir Hugleik Dagsson.
Ógeðslega fyndið og þvílíkt eyb.
Svo fórum við heim að horfa á meira sex and the city :P
Á laugardeginum var ég bara að prjóna og slappa af enda var ég með hausverk dauðans.
Svo í dag fórum við semsagt ég, Jói og Stebba í brunch á VOX rosa gott og maður verður bara leiður þegar maður verður saddur.
Svo fórum við Stebba í Kringluna að versla, keypti mér buxur og eyrnalokka.
Í kvöld erum við svo að fara í mat til Jóa.
Á morgun koma mamma og pabbi heim með fullt af gjöfum handa okkur :D

En ég er komin með alvarlega útþrá mig langar svo til NYC :(

Jæja ég er loksins búin með lopapeysuna á Stebbu og er að byrja á lopapeysu á Jóa :D
En ég fór í smá leiðangur í gær til að leita mér að einhverju meira spennandi til að prjóna og fann ekkert spes en ég fór í Storkinn á laugaveginum og þar var mér bennt á námskeið sem konunar þar eru að halda og ég ætla pottþétt á þarf bara að skrá mig á eftir.

Annars er bara búið að vera rólegt hjá mér ég er loksins að ná að hrista af mér þetta kvef og allt er að verða gott.
Ég er búin að vera í Sex and the city maraþoni, guð hvað mig langar aftur til NYC :(
En ég er búin að ákveða að fara á Madonnu tónleika á næsta ári þannig að kannski að maður kíki bara á hana í madison square garden :D


Með tvo laxa..



Og ég sem var búin að ákveða að ég væri búin með veikinda kvótan fyrir 2007, en ég er með C vítamín í annari og frískamín í hinni þannig að ég ætti að vera kominn aftur í gang á no time vonandi :D

En það sem er virkilega súrt við þetta er það að ég á að vera á Egilsstöðum núna að vinna :( og ég missti af því :(
ég er rosa svekkt að hafa fengið þetta helvítis kvef.

En þetta verður vonandi fljótt að ganga yfir :D

Það má segja að það hafi enginn hvíld fengist um helgina..
Á laugardaginn var húllumhæ í Egilshöll í boði Skipta og má segja að hálsinn minn sé ennþá að jafna sig eftir það.
Svo á sunnudaginn var smá svona fjölskyldu dæmi heima hjá mér, til að halda upp á 23 ára afmælið mitt :Þ

Takk fyrir alla pakkana :D

Svo á morgun eru það bara Egilsstaðir :P

Newer Posts Older Posts Home